9.5.2012

Tvær sérstakar umræður fimmtudaginn 10. maí

Fimmtudaginn 10. maí kl. 11 árdegis fara fram sérstakar umræður um málefni Íbúðalánasjóðs. Málshefjandi er Ásbjörn Óttarsson og til andsvara verður velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson.

Fimmtudaginn 10. maí kl. 1.30 miðdegis fara fram sérstakar umræður um umgjörð ríkisfjármála. Málshefjandi er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og til andsvara verður fjármálaráðherra, Oddný Harðardóttir.