29.7.2011

Forseta Alþingis afhent frumvarp stjórnlagaráðs

Stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó föstudaginn 29. júlí 2011, en forseti Alþingis tók við frumvarpinu fyrir hönd Alþingis. Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, afhenti forseta Alþingis frumvarpið. Frumvarpið var samþykkt einróma með atkvæðum allra ráðsfulltrúa á síðasta fundi ráðsins, miðvikudaginn 27. júlí síðastliðinn.