12.9.2014

Sérstakar umræður um fjarskipti á landsbyggðinni ofl.

Mánudaginn 15. september kl. 4 síðdegis verða sérstakar umræður um stöðu og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbyggingu háhraðatenginga í dreifbýli. Málshefjandi er Lilja Rafney Magnúsdóttir og til andsvara verður innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir.