14.1.2013

Sérstakar umræður þriðjudaginn 15. janúar kl. 3 síðdegis

Þriðjudaginn 15. janúar kl. 3 síðdegis fara fram sérstakar umræður um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægt verði á viðræðum við ESB. Málshefjandi er Bjarni Benediktsson og til andsvara verður utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson.