19.11.2012

Sérstakar umræður þriðjudaginn 20. nóvember kl. 2 miðdegis

Þriðjudaginn 20. nóvember kl. 2 miðdegis fer fram sérstök umræða um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins. Málshefjandi er Árni Þór Sigurðsson og til andsvara verður utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson.