5.11.2012

Sérstakar umræður þriðjudaginn 6. nóvember 2012

Tvær sérstakar umræður verða þriðjudaginn 6. nóvember.

Kl. 2 miðdegis verður umræða um afleiðingar óveðursins á Norður- og Norðausturlandi í september. Málshefjandi er Jón Bjarnason og til andsvara verður innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson.

Kl. 2.30 miðdegis verður umræða um Fjarskiptasjóð og forgangsverkefni hans. Málshefjandi er Sigurður Ingi Jóhannsson og til andsvara verður innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson.