24.4.2023

Opinn fundur umhverfis- og samgöngunefndar þriðjudaginn 25. apríl

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 25. apríl í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 9:00 og stendur til 11:15. Fundarefnið er loftslagsmarkmið Íslands.

Gestir fundarins verða:

  • Kl. 9:00 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
  • Kl. 9:25 Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, og Egill Ö. Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna
  • Kl. 10:25 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Halla Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti, Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður ráðherra, Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, Nicole Keller, teymisstjóri í teymi losunarbókhalds Umhverfisstofnunar, og Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri orkuskipta og loftslagsmála Orkustofnunar

Fundurinn verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.
Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt X. kafla reglna um starfsreglur fastanefnda Alþingis.