4.9.2018

Starfsáætlun Alþingis fyrir 149. löggjafarþing

Starfsáætlun fyrir 149. löggjafarþing hefur verið samþykkt af forsætisnefnd.

Þingsetning verður þriðjudaginn 11. september 2018 og stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi miðvikudagsins 12. september.

Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp 2019 fer fram fimmtudaginn 13. september og föstudaginn 14. september. Stefnt er að 2. umræðu þriðjudaginn 13. nóvember og 3.  umræðu fimmtudaginn 22. nóvember.

Fimmtudaginn 27. september verða ræddar ýmsar skýrslur sem Alþingi hafa borist.
Skýrslur Íslandsdeilda um alþjóðastarf Alþingis verða ræddar fimmtudaginn 31. janúar 2019.

Kjördæmadagar verða 1.–4. október 2018 og 11.–14. febrúar 2019.

Fyrri umræða um fjármálaáætlun verður þriðjudaginn 26. mars 2019.

Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál verður þriðjudaginn 9. apríl 2019.

Ný þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir jólahlé þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok nóvembermánaðar 2018 og ný þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok marsmánaðar 2019.

Nefndastörfum lýkur 24. maí 2019. Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) verða miðvikudaginn 29. maí 2019.