Nýbygging á Alþingisreit

Botnplata nýbyggingar steypt

5.2.2021

Steypuvinna við nýbyggingu Alþingis hófst fyrir alvöru í dag, enda viðraði vel til slíkra verka. Í fyrsta áfanga botnplötunnar fara 380 rúmmetrar af steypu og 46 tonn af járni eru þegar komin í járnabindingu í hana. Ekki veitir af, því þykkt botnplötunnar er að meðaltali 70 cm.

Óvenjulega mikil þykkt plötunnar orsakast af því að húsið verður „sett á flot“ þegar hætt verður að dæla jarðvatni úr grunninum. Þegar vatni verður hleypt að húsinu myndi það með hefðbundnu byggingarlagi lyftast eins og skip en þykkt botnplötunnar er hugsuð sem hluti af mótvægi við þessum kröftum, þá sem þynging eða akkeri. Ekki verður hætt að dæla jarðvatni úr grunninum fyrr en lokið hefur verið við uppsteypu allra hæða, svo mikinn þunga þarf til að halda byggingunni á sínum stað.

Í byrjun næstu viku verður síðan hafist handa við að reisa veggi ofan á fyrsta áfanga botnplötunnar og samhliða því verður byrjað á næsta hluta botnplötu.

20210205_114008

20210205_11495220210205_113830

 

20210205_113249