Ferill 112. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 122 — 112. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um aðild að Haagsamningi um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu milli landa.
(Lögð fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)
Alþingi ályktar að heimila að Ísland gerist aðili að Haagsamningi um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu milli landa sem gerður var í Haag 29. maí 1993.
Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.
Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til þess að Ísland gerist aðili að Haagsamningi um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu milli landa sem gerður var í Haag 29. maí 1993. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögunni.
Vinna við gerð samnings þessa hófst árið 1988 á vegum Haagráðstefnunnar um alþjóðlegan einkamálarétt. Markmiðið var að hrinda í framkvæmd ákvæði e-liðar 21. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá 20. nóvember 1989 þar sem ríki eru hvött til að koma á tvíhliða eða marghliða samningum eða fyrirkomulagi varðandi ættleiðingu milli landa.
Haagsamningnum er ætlað að samræma þau skilyrði sem sett eru af hálfu stjórnvalda samningsríkja svo að ættleiðing milli landa megi fara fram með hagsmuni barnsins í fyrirrúmi. Tilgangur samningsins er að við ættleiðingu milli landa séu grundvallarréttindi barnsins virt og komið í veg fyrir brottnám barna og verslun með þau, svo og að tryggja að samningsríki viðurkenni ættleiðingar sem fara fram í samræmi við samninginn. Tekið er tillit til meginatriða sem kveðið er á um í áðurnefndum samningi um réttindi barnsins og yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 3. desember 1986 um félagsleg og lagaleg meginatriði varðandi vernd og velferð barna, með sérstöku tilliti til fósturs og ættleiðingar innan lands og milli landa.
Samningurinn byggist á því að samvinna sé á milli þess ríkis þar sem barn á búsetu (upprunaríkis) og þess ríkis þar sem umsækjendur um ættleiðingu eiga búsetu (móttökuríkis) við meðferð ættleiðingarmála. Mikilvægt er að góð samvinna sé á milli ríkja til að markmiðum samningsins verði náð. Samningurinn kveður á um að samningsríki tilnefni miðstjórnvald. Samkvæmt frumvarpi til ættleiðingarlaga sem einnig er lagt fram á yfirstandandi löggjafarþingi er gert ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið verði miðstjórnvald hér á landi, enda er miðað við að umsjón ættleiðingarmála og útgáfa ættleiðingarleyfa verði áfram í höndum þess. Miðstjórnvald á að hafa umsjón með því að þeim skyldum sem samningsríki taka á sig sé fullnægt. Það skal hafa eftirlit og viðurkenna formlega ættleiðingarfélög sem hafa milligöngu um ættleiðingar milli landa. Enn fremur hefur það upplýsingaskyldu gagnvart miðstjórnvöldum annarra samningsríkja.
Samkvæmt 40. gr. samningsins er ekki heimilt að gera fyrirvara við hann.
Haagsamningurinn öðlaðist gildi 1. maí 1995 og voru samningsríkin 35 talsins 26. ágúst 1999. Ísland er ekki aðili að Haagráðstefnunni um alþjóðlegan einkamálarétt, en getur engu síður gerst aðili að samningnum, sbr. 44. gr. hans. Það er skilyrði fyrir gildistöku gagnvart einstökum samningsríkjum að þau hafi ekki andmælt aðild Íslands innan sex mánaða frá viðtöku tilkynningar um aðildina.
Samkvæmt áðurnefndu frumvarpi til ættleiðingarlaga eru sköpuð skilyrði til þess að unnt sé að standa við skuldbindingar sem samningsríki gangast undir samkvæmt samningnum.
Fylgiskjal.
HAAGSAMNINGUR
um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu milli landa.
Ríki þau sem undirritað hafa samning þennan
gera sér ljóst að til að barn nái fullum þroska sem heilsteypt persóna er æskilegast að það vaxi úr grasi innan fjölskyldu og við hamingju, ástúð og skilning,
minnast þess að hverju ríki ber að veita því forgang að gera viðeigandi ráðstafanir til að barn geti notið umsjár upprunalegrar fjölskyldu sinnar,
gera sér ljóst að ættleiðing milli landa getur veitt barni, sem á ekki kost á hentugri fjölskyldu í upprunalandi sínu, fjölskyldu til frambúðar,
eru sannfærð um nauðsyn þess að tryggja að ættleiðing milli landa fari fram með hagsmuni barnsins í fyrirrúmi og þannig að grundvallarréttindi þess séu virt, og að komið sé í veg fyrir brottnám barna, sölu þeirra og verslun með þau,
vilja koma á sameiginlegum reglum í þessu skyni þar sem tekið er tillit til þeirra meginatriða sem kveðið er á um í alþjóðlegum gerningum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá 20. nóvember 1989, og yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um félagsleg og lagaleg meginatriði varðandi vernd og velferð barna með sérstöku tilliti til fósturs og ættleiðingar innanlands og milli landa (ályktun allsherjarþingsins nr. 41/85 frá 3. desember 1986),
og hafa orðið ásátt um eftirfarandi:
I. KAFLI
Gildissvið samningsins.
1. gr.
a. að koma á öryggisreglum er tryggi að ættleiðing milli landa fari fram í þágu hagsmuna barnsins og þannig að grundvallarréttindi þess, eins og þau eru viðurkennd að þjóðarétti, séu virt;
b. að koma á tilhögun um samvinnu meðal samningsríkja til að tryggja að þær öryggisreglur séu virtar og koma þannig í veg fyrir brottnám barna, sölu þeirra og verslun með þau;
c. að tryggja að samningsríki viðurkenni ættleiðingar sem fram fara í samræmi við samninginn.
2. gr.
2. Samningur þessi tekur aðeins til ættleiðinga sem stofna til varanlegra sifjatengsla milli kjörforeldra og kjörbarna.
3. gr.
II. KAFLI
Skilyrði fyrir ættleiðingum milli landa.
4. gr.
a. hafa gengið úr skugga um að ættleiða megi barnið;
b. hafa komist að þeirri niðurstöðu, eftir að athugaðir hafa verið möguleikar á að koma barni fyrir í upprunaríkinu, að ættleiðing milli landa þjóni best hagsmunum þess;
c. hafa gengið úr skugga um
1. að þeir einstaklingar, stofnanir og stjórnvöld, sem veita þurfa samþykki fyrir ættleiðingu, hafi fengið þá ráðgjöf sem þörf er á og að þeim hafi verið skýrt frá áhrifum samþykkis síns, einkum að því er varðar hvort ættleiðingin mundi hafa í för með sér slit lagalegra tengsla milli barnsins og upprunafjölskyldu þess,
2. að þessir einstaklingar, stofnanir og stjórnvöld hafi veitt samþykki sitt af fúsum og frjálsum vilja, í tilskildu lagalegu formi og annaðhvort skriflega eða þannig að sýnt sé fram á það skriflega,
3. að hvorki fjárgreiðslur né endurgjald af nokkru tagi hafi haft áhrif á samþykki og að samþykki hafi ekki verið afturkallað, og
4. að samþykki móður, sé þess krafist, hafi aðeins verið veitt eftir fæðingu barnsins; og
d. hafa gengið úr skugga um, að teknu tilliti til aldurs og þroska barnsins,
1. að því hafi verið veitt ráðgjöf og skýrt frá áhrifum ættleiðingarinnar og samþykkis síns fyrir henni í þeim tilvikum þar sem samþykkis þess er þörf,
2. að hugað hafi verið að óskum þess og skoðunum,
3. að barnið hafi, í þeim tilvikum þar sem samþykkis þess er þörf, veitt samþykki sitt fyrir ættleiðingunni af fúsum og frjálsum vilja, í tilskildu lagalegu formi og annaðhvort skriflega eða þannig að sýnt sé fram á það skriflega, og
4. að hvorki fjárgreiðslur né endurgjald af nokkru tagi hafi haft áhrif á samþykkið.
5. gr.
a. hafa komist að þeirri niðurstöðu að væntanlegir kjörforeldrar séu hæfir og til þess fallnir að ættleiða;
b. hafa gengið úr skugga um að væntanlegir kjörforeldrar hafi fengið alla nauðsynlega ráðgjöf; og
c. hafa gengið úr skugga um að barninu sé heimilt eða verði heimilað að koma til þess ríkis og búa þar til frambúðar.
III. KAFLI
Miðstjórnvöld og viðurkenndar stofnanir.
6. gr.
2. Sambandsríkjum, ríkjum þar sem réttarkerfi eru fleiri en eitt og ríkjum með sjálfstjórnarsvæði skal frjálst að tilnefna fleiri en eitt miðstjórnvald og tilgreina til hvaða landsvæða eða einstaklinga verksvið þeirra nær. Hafi ríki tilnefnt fleiri en eitt miðstjórnvald skal það tilgreina til hvaða miðstjórnvalds erindum skuli beint svo að þau verði framsend viðeigandi miðstjórnvaldi innan þess ríkis.
7. gr.
2. Þau skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til að:
a. veita upplýsingar um lög ríkja sinna varðandi ættleiðingu, svo og aðrar almennar upplýsingar, svo sem tölfræðileg gögn og upplýsingar um stöðluð eyðublöð;
b. upplýsa hvert annað um framkvæmd samningsins og, eftir því sem unnt er, ryðja úr vegi öllum hindrunum fyrir beitingu hans.
8. gr.
9. gr.
a. safna saman, geyma og skiptast á upplýsingum um aðstæður barns og væntanlegra kjörforeldra, að því marki sem nauðsyn krefur til að ættleiðing geti farið fram;
b. auðvelda, fylgja eftir og flýta fyrir málsmeðferð til þess að af ættleiðingu verði;
c. stuðla að þróun ráðgjafarþjónustu um ættleiðingar og því að veitt sé þjónusta að aflokinni ættleiðingu í ríkjum þeirra;
d. veita hvert öðru skýrslur um almennt mat og reynslu hvað snertir ættleiðingar milli landa;
e. svara, að því marki sem landslög þeirra leyfa, réttmætum beiðnum annarra miðstjórnvalda eða almennra stjórnvalda um upplýsingar varðandi aðstæður í ákveðnum ættleiðingartilvikum.
10. gr.
11. gr.
a. einungis vinna að ófjárhagslegum markmiðum samkvæmt þeim skilmálum og innan þeirra marka sem kveðið er á um af bærum stjórnvöldum viðurkenningarríkisins;
b. hafa stjórnendur og starfsmenn sem eru hæfir hvað siðferðiskröfur og menntun eða reynslu varðar til starfa á sviði ættleiðingar milli landa; og
c. lúta eftirliti bærra stjórnvalda þess ríkis hvað varðar skipulag, rekstur og fjárhag.
12. gr.
13. gr.
IV. KAFLI
Kröfur um málsmeðferð við
ættleiðingu milli landa.
14. gr.
15. gr.
2. Miðstjórnvaldið skal senda greinargerðina miðstjórnvaldi upprunaríkisins.
16. gr.
a. taka saman greinargerð þar sem fram skulu koma upplýsingar um hvert barnið er, um aðlögunarhæfni þess, uppruna og æviferil, félagslegar aðstæður, fjölskyldu þess, heilsufarssögu bæði þess og ættingja þess, og um allar sérstakar þarfir sem barnið kann að hafa;
b. taka fullt tillit til uppeldis barnsins og þjóðernis, trúar og menningarlegs uppruna þess;
c. ganga úr skugga um að samþykkis hafi verið aflað skv. 4. gr.; og
d. ákveða, einkum á grundvelli greinargerðanna um barnið og væntanlega kjörforeldra, hvort hin fyrirhugaða ráðstöfun teljist þjóna best hagsmunum barnsins.
2. Það skal senda miðstjórnvaldi móttökuríkisins greinargerð sína um barnið, sannanir fyrir því að nauðsynlegs samþykkis hafi verið aflað og rök fyrir ákvörðun sinni um ráðstöfuninni, en gæta þess að láta ekki uppi hver móðir og faðir eru ef ekki er heimilt í upprunaríkinu að skýra frá því.
17. gr.
a. miðstjórnvald þess ríkis hefur gengið úr skugga um að væntanlegir kjörforeldrar séu því samþykkir;
b. miðstjórnvald móttökuríkisins hefur samþykkt þá ákvörðun, sé slíks samþykkis krafist í lögum þess ríkis eða af miðstjórnvaldi upprunaríkisins;
c. miðstjórnvöld beggja ríkja hafa samþykkt að ættleiðingin megi fara fram; og
d. fyrir liggur, sbr. 5. gr., að væntanlegir kjörforeldrar séu hæfir og til þess fallnir að ættleiða, og að barninu sé heimilt eða verði heimilað að koma til móttökuríkisins og dvelja þar til frambúðar.
18. gr.
19. gr.
2. Miðstjórnvöld beggja ríkja skulu sjá til þess að flutningur fari fram við öruggar og viðeigandi aðstæður og, ef unnt er, að kjörforeldrum eða væntanlegum kjörforeldrum viðstöddum.
3. Fari flutningur barnsins ekki fram skal endursenda greinargerðir skv. 15. og 16. gr. til þeirra stjórnvalda sem framsendu þær.
20. gr.
21. gr.
a. sjá til þess að barnið sé tekið frá væntanlegum kjörforeldrum og útvega því umönnun til bráðabirgða;
b. sjá án tafar, í samráði við miðstjórnvald upprunaríkisins, fyrir vistun barnsins að nýju með það að markmiði að ættleiða, eða, ef það á ekki við, sjá fyrir annarri umönnun til frambúðar; ættleiðing skal ekki fara fram fyrr en upplýsingar um hina nýju væntanlegu kjörforeldra hafa verið veittar miðstjórnvaldi upprunaríkisins;
c. ef annað er ekki unnt, sjá til þess að barnið verði endursent ef hagsmunir þess krefjast þess.
2. Með hliðsjón einkum af aldri barns og þroska skal leita álits þess og eftir atvikum afla samþykkis þess varðandi ráðstafanir er gera skal samkvæmt þessari grein.
22. gr.
2. Sérhvert samningsríki getur tilkynnt vörsluaðila samningsins að störf miðstjórnvalds skv. 15.–21. gr. megi einnig vinna í því ríki, að því marki sem lög leyfa og undir eftirliti bærra stjórnvalda þess ríkis, af stofnunum eða einstaklingum sem:
a. fullnægja kröfum þess ríkis um heiðarleika, faglega hæfni, reynslu og áreiðanleika; og
b. eru hæfir hvað siðferðiskröfur og þjálfun eða reynslu varðar til starfa á sviði ættleiðingar milli landa.
3. Samningsríki sem gefur yfirlýsingu skv. 2. tölul. skal upplýsa fastaskrifstofu Haagráðstefnunnar um alþjóðlegan einkamálarétt um nöfn og heimilisföng þessara stofnana og einstaklinga.
4. Sérhvert samningsríki getur tilkynnt vörsluaðila samningsins að ættleiðing barna sem eiga búsetu á landsvæði þess megi einungis fara fram ef störf miðstjórnvaldsins eru unnin skv. 1. tölul.
5. Þrátt fyrir yfirlýsingar sem gefnar kunna að vera skv. 2. tölul. skulu greinargerðir, sem kveðið er á um í 15. og 16. gr., ávallt unnar á ábyrgð miðstjórnvalds eða annarra stjórnvalda eða stofnana skv. 1. tölul.
V. KAFLI
Viðurkenning og áhrif ættleiðingar.
23. gr.
2. Sérhvert samningsríki skal við undirritun, fullgildingu, staðfestingu eða samþykkt samnings þessa, eða aðild að honum, tilkynna vörsluaðila samningsins hvaða stjórnvald eða stjórnvöld séu bær til að veita staðfestingu í því ríki, svo og hvert verksvið þeirra er. Skal það einnig tilkynna vörsluaðila um allar breytingar á tilnefningu þessara stjórnvalda.
24. gr.
25. gr.
26. gr.
a. lagalegum tengslum foreldra og barns á milli barnsins og kjörforeldra þess;
b. foreldraskyldum kjörforeldra gagnvart barninu;
c. niðurfellingu lagalegra tengsla barnsins og kynforeldra þess, ef ættleiðingin hefur þau réttaráhrif í því samningsríki þar sem hún fór fram.
2. Hafi ættleiðing þau réttaráhrif að lagaleg tengsl barns og kynforeldra þess falli niður skal barnið njóta í móttökuríkinu og í hverju því samningsríki öðru þar sem ættleiðingin er viðurkennd samsvarandi réttinda og leiða af ættleiðingu með þeim áhrifum í hverju slíku samningsríki.
3. Undanfarandi töluliðir koma ekki í veg fyrir að beitt sé reglum sem eru barninu hagstæðari og í gildi eru í samningsríki sem viðurkennir ættleiðinguna.
27. gr.
a. ef lög móttökuríkisins leyfa það; og
b. ef samþykki það, sem vísað er til í c- og d-liðum 4. gr., hefur verið eða er veitt vegna slíkrar ættleiðingar.
2. Ákvæði 23. gr. gildir um þá ákvörðun sem breytir ættleiðingunni.
VI. KAFLI
Almenn ákvæði.
28. gr.
29. gr.
30. gr.
2. Þau skulu sjá til þess að barnið eða umboðsmaður þess hafi, með viðeigandi leiðsögn, aðgang að slíkum upplýsingum, að því marki sem lög viðkomandi ríkis leyfa.
31. gr.
32. gr.
2. Aðeins má krefja um og greiða kostnað og útgjöld, þar með talið sanngjarna sérfræðilega þóknun þeirra sem við ættleiðinguna fást.
3. Ekki má greiða forstöðumönnum, stjórnendum eða starfsmönnum stofnana sem við ættleiðingar fást þóknun sem er óhæfilega há miðað við þau störf sem unnin eru.
33. gr.
34. gr.
35. gr.
36. gr.
a. skal litið svo á að með tilvísun til búsetu í því ríki sé vísað til búsetu á svæði í því ríki;
b. skal litið svo á að með tilvísun til laga þess ríkis sé vísað til þeirra laga sem eru í gildi á viðkomandi svæði;
c. skal litið svo á að með tilvísun til bærra stjórnvalda eða til almennra stjórnvalda þess ríkis sé vísað til þeirra sem bær eru til aðgerða á viðkomandi svæði;
d. skal litið svo á að með tilvísun til viðurkenndra stofnana þess ríkis sé vísað til stofnana sem viðurkenndar eru innan viðkomandi svæðis.
37. gr.
38. gr.
39. gr.
2. Samningsríki getur gert samninga við eitt eða fleiri samningsríki í því skyni að bæta framkvæmd samnings þessa í gagnkvæmum samskiptum þeirra. Með slíkum samningum má ekki víkja frá öðrum ákvæðum en þeim sem eru í 14.–16. gr. og 18.–21. gr. Ríki sem hafa gert slíkan samning skulu senda afrit af honum til vörsluaðila samnings þessa.
40. gr.
41. gr.
42. gr.
VII. KAFLI
Lokaákvæði.
43. gr.
2. Hann skal fullgiltur, staðfestur eða samþykktur og skal skjölum um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki komið til vörslu hjá utanríkisráðuneyti konungsríkisins Hollands, vörsluaðila samningsins.
44. gr.
2. Aðildarskjali skal komið til vörslu hjá vörsluaðila.
3. Slík aðild hefur einungis gildi að því er varðar samskipti ríkis sem gerist aðili og þeirra samningsríkja sem ekki hafa andmælt aðild þess innan sex mánaða eftir að tilkynningu skv. b-lið 48. gr. er veitt viðtaka. Slík andmæli mega ríki einnig hafa uppi er þau fullgilda, staðfesta eða samþykkja samninginn eftir aðild. Öll slík andmæli skulu tilkynnt vörsluaðila.
45. gr.
2. Sérhver slík yfirlýsing skal tilkynnt vörsluaðila og skal þar tilgreina skýrt þau svæði sem samningurinn tekur til.
3. Gefi ríki ekki neina yfirlýsingu samkvæmt þessari grein skal samningurinn taka til allra svæða þess ríkis.
46. gr.
2. Eftir það skal samningurinn öðlast gildi:
a. að því varðar sérhvert ríki sem fullgildir, staðfestir eða samþykkir hann síðar eða gerist aðili að honum, á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá afhendingu skjals þess um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild;
b. að því varðar svæði sem samningurinn hefur verið látinn ná til skv. 45. gr., á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá tilkynningu þeirri sem vísað er til í þeirri grein.
47. gr.
2. Uppsögn öðlast gildi á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru tólf mánuðir frá því að vörsluaðili tók við tilkynningu. Sé lengri uppsagnarfrestur tilgreindur í tilkynningunni öðlast uppsögnin gildi þegar sá frestur er liðinn frá því að vörsluaðili veitti tilkynningunni viðtöku.
48. gr.
a. undirritanir, fullgildingar, staðfestingar og samþykki skv. 43. gr.;
b. aðild og andmæli gegn aðild skv. 44. gr.;
c. þann dag er samningurinn öðlast gildi skv. 46. gr.;
d. yfirlýsingar og tilnefningar sem vísað er til í 22., 23., 25. og 45. gr.;
e. samninga skv. 39. gr.;
f. uppsagnir skv. 47. gr.
Þessu til staðfestu hafa undirrituð, sem til þess hafa fullt umboð, ritað nafn sitt undir samning þennan.
Gjört í Haag 29. maí 1993, á ensku og frönsku, og eru báðir textarnir jafngildir, í einu eintaki sem skal varðveitt í skjalasafni ríkisstjórnar konungsríkisins Hollands, og skal senda staðfest eftirrit eftir diplómatískum leiðum til sérhvers aðildarríkja Haagráðstefnunnar um alþjóðlegan einkamálarétt á þeim tíma er hún hélt 17. fund sinn og til sérhverra annarra ríkja sem tóku þátt í þeim fundi.
THE HAGUE CONVENTION
on the Protection of Children and Co-operation in Respect of Intercountry Adoption
The States signatory to the present Convention,
Recognizing that the child, for the full and harmonious development of his or her personality, should grow up in a family environment, in an atmosphere of happiness, love and understanding,
Recalling that each State should take, as a matter of priority, appropriate measures to enable the child to remain in the care of his or her family of origin,
Recognizing that intercountry adoption may offer the advantage of a permanent family to a child for whom a suitable family cannot be found in his or her State of origin,
Convinced of the necessity to take measures to ensure that intercountry adoptions are made in the best interests of the child and with respect for his or her fundamental rights, and to prevent the abduction, the sale of, or traffic in children,
Desiring to establish common provisions to this effect, taking into account the principles set forth in international instruments, in particular the United Nations Convention on the Rights of the Child, of 20 November 1989, and the United Nations Declaration on Social and Legal Principles relating to the Protection and Welfare of Children, with Special Reference to Foster Placement and Adoption Nationally and Internationally (General Assembly Resolution 41/85, 3 December 1986)
Have agreed upon the following provisions:
CHAPTER 1
Scope of the Convention
Article 1
a) to establish safeguards to ensure that intercountry adoptions take place in the best interests of the child and with respect for his or her fundamental rights as recognized in international law;
b) to establish a system of co-operation amongst Contracting States to ensure that those safeguards are respected and thereby prevent the abduction, the sale of, or traffic in children;
c) to secure the recognition in Contracting States of adoptions made in accordance with the Convention.
Article 2
2. The Convention covers only adoptions which create a permanent parent-child relationship.
Article 3
CHAPTER II
Requirements for Intercountry Adoptions
Article 4
a) have established that the child is adoptable;
b) have determined, after possibilities for placement of the child within the State of origin have been given due consideration, that an intercountry adoption is in the child's best interests;
c) have ensured that
1. the persons, institutions and authorities whose consent is necessary for adoption, have been counselled as may be necessary and duly informed of the effects of their consent, in particular whether or not an adoption will result in the termination of the legal relationship between the child and his or her family of origin,
2. such persons, institutions and authorities have given their consent freely, in the required legal form, and expressed or evidenced in writing,
3. the consents have not been induced by payment or compensation of any kind and have not been withdrawn, and
4. the consent of the mother, where required, has been given only after the birth of the child; and
d) have ensured, having regard to the age and degree of maturity of the child, that
1. he or she has been counselled and duly informed of the effects of the adoption and of his or her consent to the adoption, where such consent is required,
2. consideration has been given to the child's wishes and opinions,
3. the child's consent to the adoption, where such consent is required, has been given freely, in the required legal form, and expressed or evidenced in writing, and
4. such consent has not been induced by payment or compensation of any kind.
Article 5
a) have determined that the prospective adoptive parents are eligible and suited to adopt;
b) have ensured that the prospective adoptive parents have been counselled as may be necessary; and
c) have determined that the child is or will be authorized to enter and reside permanently in that State.
CHAPTER III
Central Authorities and Accredited Bodies
Article 6
2. Federal States, States with more than one system of law or States having autonomous territorial units shall be free to appoint more than one Central Authority and to specify the territorial or personal extent of their functions. Where a State has appointed more than one Central Authority, it shall designate the Central Authority to which any communication may be addressed for transmission to the appropriate Central Authority within that State.
Article 7
2. They shall take directly all appropriate measures to:
a) provide information as to the laws of their States concerning adoption and other general information, such as statistics and standard forms;
b) keep one another informed about the operation of the Convention and, as far as possible, eliminate any obstacles to its application.
Article 8
Article 9
a) collect, preserve and exchange information about the situation of the child and the prospective adoptive parents, so far as is necessary to complete the adoption;
b) facilitate, follow and expedite proceedings with a view to obtaining the adoption;
c) promote the development of adoption counselling and post-adoption services in their States;
d) provide each other with general evaluation reports about experience with intercountry adoption;
e) reply, in so far as is permitted by the law of their State, to justified requests from other Central Authorities or public authorities for information about a particular adoption situation.
Article 10
Article 11
a) pursue only non-profit objectives according to such conditions and within such limits as may be established by the competent authorities of the State of accreditation;
b) be directed and staffed by persons qualified by their ethical standards and by training or experience to work in the field of intercountry adoption; and
c) be subject to supervision by competent authorities of that State as to its composition, operation and financial situation.
Article 12
Article 13
CHAPTER IV
Procedural Requirements in
Intercountry Adoption
Article 14
Article 15
2. It shall transmit the report to the Central Authority of the State of origin.
Article 16
a) prepare a report including information about his or her identity, adoptability, background, social environment, family history, medical history including that of the child's family, and any special needs of the child;
b) give due consideration to the child's upbringing and to his or her ethnic, religious and cultural background;
c) ensure that consents have been obtained in accordance with Article 4; and
d) determine, on the basis in particular of the reports relating to the child and the prospective adoptive parents, whether the envisaged placement is in the best interests of the child.
2. It shall transmit to the Central Authority of the receiving State its report on the child, proof that the necessary consents have been obtained and the reasons for its determination on the placement, taking care not to reveal the identity of the mother and the father if, in the State of origin, these identities may not be disclosed.
Article 17
a) the Central Authority of that State has ensured that the prospective adoptive parents agree;
b) the Central Authority of the receiving State has approved such decision, where such approval is required by the law of that State or by the Central Authority of the State of origin;
c) the Central Authorities of both States have agreed that the adoption may proceed; and
d) it has been determined, in accordance with Article 5, that the prospective adoptive parents are eligible and suited to adopt and that the child is or will be authorized to enter and reside permanently in the receiving State.
Article 18
Article 19
2. The Central Authorities of both States shall ensure that this transfer takes place in secure and appropriate circumstances and, if possible, in the company of the adoptive or prospective adoptive parents.
3. If the transfer of the child does not take place, the reports referred to in Articles 15 and 16 are to be sent back to the authorities who forwarded them.
Article 20
Article 21
a) to cause the child to be withdrawn from the prospective adoptive parents and to arrange temporary care;
b) in consultation with the Central Authority of the State of origin, to arrange without delay a new placement of the child with a view to adoption or, if this is not appropriate, to arrange alternative long-term care; an adoption shall not take place until the Central Authority of the State of origin has been duly informed concerning the new prospective adoptive parents;
c) as a last resort, to arrange the return of the child, if his or her interests so require.
2. Having regard in particular to the age and degree of maturity of the child, he or she shall be consulted and, where appropriate, his or her consent obtained in relation to measures to be taken under this Article.
Article 22
2. Any Contracting State may declare to the depositary of the Convention that the functions of the Central Authority under Articles 15 to 21 may be performed in that State, to the extent permitted by the law and subject to the supervision of the competent authorities of that State, also by bodies or persons who:
a) meet the requirements of integrity, professional competence, experience and accountability of that State; and
b) are qualified by their ethical standards and by training or experience to work in the field of intercountry adoption.
3. A Contracting State which makes the declaration provided for in paragraph 2 shall keep the Permanent Bureau of the Hague Conference on Private International Law informed of the names and addresses of these bodies and persons.
4. Any Contracting State may declare to the depositary of the Convention that adoptions of children habitually resident in its territory may only take place if the functions of the Central Authorities are performed in accordance with paragraph 1.
5. Notwithstanding any declaration made under paragraph 2, the reports provided for in Articles 15 and 16 shall, in every case, be prepared under the responsibility of the Central Authority or other authorities or bodies in accordance with paragraph 1.
CHAPTER V
Recognition and Effects of the Adoption
Article 23
2. Each Contracting State shall, at the time of signature, ratification, acceptance, approval or accession, notify the depositary of the Convention of the identity and the functions of the authority or the authorities which, in that State, are competent to make the certification. It shall also notify the depositary of any modification in the designation of these authorities.
Article 24
Article 25
Article 26
a) the legal parent-child relationship between the child and his or her adoptive parents;
b) parental responsibility of the adoptive parents for the child;
c) the termination of a pre-existing legal relationship between the child and his or her mother and father, if the adoption has this effect in the Contracting State where it was made.
2. In the case of an adoption having the effect of terminating a pre-existing legal parent-child relationship, the child shall enjoy in the receiving State, and in any other Contracting State where the adoption is recognized, rights equivalent to those resulting from adoptions having this effect in each such State.
3. The preceding paragraphs shall not prejudice the application of any provision more favourable for the child, in force in the Contracting State which recognizes the adoption.
Article 27
a) if the law of the receiving State so permits; and
b) if the consents referred to in Article 4, sub-paragraphs c) and d), have been or are given for the purpose of such an adoption.
2. Article 23 applies to the decision converting the adoption.
CHAPTER VI
General Provisions
Article 28
Article 29
Article 30
2. They shall ensure that the child or his or her representative has access to such information, under appropriate guidance, in so far as is permitted by the law of that State.
Article 31
Article 32
2. Only costs and expenses, including reasonable professional fees of persons involved in the adoption, may be charged or paid.
3. The directors, administrators and employees of bodies involved in an adoption shall not receive remuneration which is unreasonably high in relation to services rendered.
Article 33
Article 34
Article 35
Article 36
a) any reference to habitual residence in that State shall be construed as referring to habitual residence in a territorial unit of that State;
b) any reference to the law of that State shall be construed as referring to the law in force in the relevant territorial unit;
c) any reference to the competent authorities or to the public authorities of that State shall be construed as referring to those authorized to act in the relevant territorial unit;
d) any reference to the accredited bodies of that State shall be construed as referring to bodies accredited in the relevant territorial unit.
Article 37
Article 38
Article 39
2. Any Contracting State may enter into agreements with one or more other Contracting States, with a view to improving the application of the Convention in their mutual relations. These agreements may derogate only from the provisions of Articles 14 to 16 and 18 to 21. The States which have concluded such an agreement shall transmit a copy to the depositary of the Convention.
Article 40
Article 41
Article 42
CHAPTER VII
Final Clauses
Article 43
2. It shall be ratified, accepted or approved and the instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Ministry of Foreign Affairs of the Kingdom of the Netherlands, depositary of the Convention.
Article 44
2. The instrument of accession shall be deposited with the depositary.
3. Such accession shall have effect only as regards the relations between the acceding State and those Contracting States which have not raised an objection to its accession in the six months after the receipt of the notification referred to in sub-paragraph b) of Article 48. Such an objection may also be raised by States at the time when they ratify, accept or approve the Convention after an accession. Any such objection shall be notified to the depositary.
Article 45
2. Any such declaration shall be notified to the depositary and shall state expressly the territorial units to which the Convention applies.
3. If a State makes no declaration under this Article, the Convention is to extend to all territorial units of that State.
Article 46
2. Thereafter the Convention shall enter into force:
a) for each State ratifying, accepting or approving it subsequently, or acceding to it, on the first day of the month following the expiration of three months after the deposit of its instrument of ratification, acceptance, approval or accession;
b) for a territorial unit to which the Convention has been extended in conformity with Article 45, on the first day of the month following the expiration of three months after the notification referred to in that Article.
Article 47
2. The denunciation takes effect on the first day of the month following the expiration of twelve months after the notification is received by the depositary. Where a longer period for the denunciation to take effect is specified in the notification, the denunciation takes effect upon the expiration of such longer period after the notification is received by the depositary.
Article 48
a) the signatures, ratifications, acceptances and approvals referred to in Article 43;
b) the accessions and objections raised to accessions referred to in Article 44;
c) the date on which the Convention enters into force in accordance with Article 46;
d) the declarations and designations referred to in Articles 22, 23, 25 and 45;
e) the agreements referred to in Article 39;
f) the denunciations referred to in Article 47.
In witness whereof the undersigned, being duly authorized thereto, have signed this Convention.
Done at The Hague, on the 29th of May 1993, in the English and French languages, both texts being equally authentic, in a single copy which shall be deposited in the archives of the Government of the Kingdom of the Netherlands, and of which a certified copy shall be sent, through diplomatic channels, to each of the States Members of the Hague Conference on Private International Law at the date of its Seventeenth Session and to each of the other States which participated in that Session.