Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 933, 111. löggjafarþing 371. mál: brottfall laga á sviði menntamála.
Lög nr. 26 3. maí 1989.

Lög um brottfall ýmissa laga á sviði menntamála.


1. gr.

      Lög nr. 23 26. apríl 1963, um Kennaraskóla Íslands, falli úr gildi.

2. gr.

      Lög nr. 14 23. júní 1932, um opinbera greinargerð starfsmanna ríkisins, falli úr gildi.

3. gr.

      Lög nr. 32 7. maí 1928, um sundhöll í Reykjavík, falli úr gildi.

4. gr.

     Lög nr. 23. 2. nóvember 1914, um friðun héra, falli úr gildi.

5. gr.

      Lög nr. 39 27. júní 1925, um heimild fyrir sýslu- og bæjarfélög til að skylda unglinga til sundnáms, falli úr gildi.

6. gr.

      Lög nr. 28 1. febrúar 1936, um heimild fyrir sýslu- og bæjarfélög að starfrækja lýðskóla með skylduvinnu nemenda gegn skólaréttindum, falli úr gildi.

7. gr.

      Lög nr. 76 4. júlí 1942, um styrk til Íslendinga vestan hafs til náms í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands, falli úr gildi.

8. gr.

      Lög nr. 19 14. apríl 1967, um afnám heimildar til einkasölu á viðtækjum, falli úr gildi.

9. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. apríl 1989.