Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 834, 113. löggjafarþing 83. mál: fangelsi og fangavist (agaviðurlög).
Lög nr. 31 19. mars 1991.

Lög um breyting á lögum um fangelsi og fangavist, nr. 48 19. maí 1988.


1. gr.

     Við 4. mgr. 25. gr. bætist: Ákvörðun um einangrun sætir kæru til dómsmálaráðuneytisins og skal skýra fanga frá því um leið og ákvörðun er birt. Þegar ákvörðun er kærð skulu gögn málsins þegar send ráðuneytinu. Ráðuneytið skal taka ákvörðun innan tveggja sólarhringa frá því að kæra barst, ella fellur ákvörðun úr gildi.

2. gr.

     26. gr. breytist þannig:
  1. 1. málsl. 3. mgr. falli brott.
  2. Við 5. mgr. bætist: Ákvörðun um agaviðurlög sætir kæru til dómsmálaráðuneytisins og skal skýra fanga frá því um leið og ákvörðun er birt. Þegar ákvörðun er kærð skulu gögn málsins þegar send ráðuneytinu. Ráðuneytið skal taka ákvörðun innan tveggja sólarhringa frá því að kæra barst, ella fellur ákvörðun úr gildi.
  3. 6. mgr. falli brott.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. mars 1991.