Ferill 257. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 257 . mál.


434. Tillaga til þingsályktunar



um íslenskt sendiráð í Japan.

Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Gunnlaugur Stefánsson, Jón Helgason,


Kristín Einarsdóttir.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að koma á fót íslensku sendiráði í Japan á árinu 1993. Jafnframt undirbúningi þar að lútandi verði unnið að endurskipulagningu á starfsemi sendiráða og fastanefnda Íslands til að stofnun nýs sendiráðs leiði ekki til teljandi kostnaðarauka í utanríkisþjónustunni í heild.

Greinargerð.


    Oft hefur komið til tals að rétt væri fyrir Íslendinga að opna sendiráð utan Evrópu og Norður-Ameríku, en ekkert íslenskt sendiráð er í þremur heimsálfum: Asíu, Afríku og Ástralíu. Vegna vaxandi samskipta og markaðsmöguleika í fjölmennum ríkjum Austur-Asíu er tímabært að koma á fót íslensku sendiráði í þeim heimshluta og hlýtur Japan að vera þar efst á blaði. Efnahagsveldi Japana hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár þannig að þeir keppa nú við fremstu stórveldi um forustu í heimsviðskiptum.
    Ísland og Japan tóku upp stjórnmálasamband á árinu 1956. Eins og fram kemur í fylgiskjölum með tillögunni hafa komist á traust viðskipti milli Íslands og Japans hin síðari ár og hefur Japan að undanförnu verið í fjórða til fimmta sæti að því er varðar verðmæti útflutnings héðan til einstakra landa. Það er flestra álit að viðskipti landanna geti vaxið mikið frá því sem nú er ef vel er að málum staðið. Í því sambandi getur starfræksla íslensks sendiráðs í Japan skipt verulegu máli til að kynna ímynd Íslands og greiða götu viðskipta og annarra samskipta. Slíkt er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga, ekki síst þegar samkeppni fer harðnandi um markaði. Þá er og æskilegt að rækta samskipti sem víðast, m.a. til að geta brugðist við breyttum markaðsaðstæðum.
    Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur starfrækt söluskrifstofu í Tókíó síðan haustið 1990. Með tillögunni er birt sem fylgiskjal IV nýlegt viðtal við forstöðumann hennar þar sem ýmislegt kemur fram um möguleika á viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir og samkeppnisstöðu okkar.
    Þótt fjarlægð milli landanna sé mikil er sitthvað skylt með Japönum og Íslendingum. Japan er eyríki eins og Ísland. Einnig þar er sjávarútvegur mikilvæg atvinnugrein og fiskneysla hefðbundin og vaxandi, sbr. fylgiskjöl. Bæði löndin hafa stundað hvalveiðar og haft samvinnu um þá hagsmuni, m.a. í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Eldvirkni er mikil í Japan eins og hér, jarðskjálftar tíðir og jarðvarmi hagnýttur, m.a. til raforkuframleiðslu. Í Tókíó eru aðalstöðvar Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna en útibú frá þeirri stofnun er starfrækt í Reykjavík.
    Samskipti í menningarmálum hafa verið nokkur og farið vaxandi síðustu árin. Ísland var kynnt á mörgum stöðum í Japan árið 1987 ásamt öðrum ríkjum á Norðurlöndum á sýningunni Scandinavia today. Á árunum 1990–1991 var Japan kynnt hér á landi með listviðburðum og sýningum undir fyrirsögninni „Japan today in Iceland“.
    Forseti Íslands hefur heimsótt Japan nokkrum sinnum, m.a. í nóvember 1990. Í tengslum við þá heimsókn stóð Útflutningsráð fyrir kynningu í Tókíó á íslenskum útflutningsafurðum, Íslandi sem ferðamannalandi og íslenskri menningu. Japönsk þingmannanefnd kom hingað í boði Alþingis haustið 1989. Sú heimsókn var endurgoldin af forsætisnefnd Alþingis haustið 1991. Forseti fulltrúadeildar japanska þingsins, Yoshihiko Tsuchiya, er jafnframt formaður vináttufélags þarlendra þingmanna sem rækta vilja tengsl við Ísland.
    Með stofnun sendiráðs ætti að mega styrkja frekar þennan góða grundvöll og auka enn frekar gagnkvæm samskipti Íslands og Japans. Jafnframt hefði íslenskt sendiráð í Tókíó allt aðra aðstöðu til að gæta íslenskra hagsmuna í þessum heimshluta en unnt er héðan eða frá sendiráðum okkar á Norðurlöndum. Nú fer sendiráð Íslands í Moskvu formlega með samskiptin við Japan. Minna má á að viðskipti hafa aukist verulega undanfarið við fleiri lönd í austanverðri Asíu eins og við Suður-Kóreu og Tævan.
    Talsverður kostnaður er því fylgjandi að koma á fót sendiráði og reka það. Í Tókíó er húsnæðiskostnaður líka hærri en gerist víða annars staðar. Til að vega upp á móti þessum tilkostnaði er lagt til að jafnhliða undirbúningi að stofnun sendiráðs í Japan verði unnið að endurskipulagningu á sendiráðsstarfsemi okkar annars staðar, m.a. með það fyrir augum að heildartilkostnaður við utanríkisþjónustuna vaxi sem minnst þótt stofnað verði til nýs sendiráðs.
    Gert er ráð fyrir að undirbúningur að því að opna sendiráð í Japan taki um það bil eitt ár og því er í tillögunni gert ráð fyrir að sendiráðið verði opnað á árinu 1993.



Fylgiskjal I.


Listi yfir íslensk sendiráð og starfsmannafjölda þeirra,


unninn upp úr handbók utanríkisráðuneytisins.


(Desember 1991.)


    Íslensk sendiráð eru í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, London, París, Moskvu, Bonn, Brussel og Washington. Fastanefndir eru í Brussel, Genf og New York.
    Umdæmi stofnana þeirra, sem nefndar eru í 1. lið hér að framan, eru:
         
    
    Kaupmannahöfn. Í starfsliði eru sendiherra, sendifulltrúi, viðskiptafulltrúi, sendiráðsprestur og þrír ritarar. Auk Danmerkur falla Kína, Ítalía, Tyrkland, Ísrael og Litáen undir umdæmi sendiráðsins.
         
    
    Ósló. Í starfsliði eru sendiherra, sendiráðsritari og tveir ritarar. Auk Noregs falla Pólland og Tékkóslóvakía undir umdæmi sendiráðsins.
         
    
    Stokkhólmur. Í starfsliði eru sendiherra, sendiráðsritari, sendiráðsfulltrúi og ritari. Auk Svíþjóðar falla Finnland, Júgóslavía, Albanía, Eistland, Lettland og Saúdí-Arabía undir umdæmi sendiráðsins.
         
    
    London. Í starfsliði eru sendiherra, sendiráðsfulltrúi, menningarfulltrúi, sendiráðsprestur og tveir ritarar. Auk Stóra-Bretlands og Norður-Írlands falla Lýðveldið Írland, Holland og Nígería undir umdæmi sendiráðsins.
         
    
    París. Í starfsliði eru sendiherra, tveir sendiráðsritarar og þrír ritarar. Auk Frakklands falla Grænhöfðaeyjar, Spánn og Portúgal undir umdæmi sendiráðsins. Forstöðumaður sendiráðsins er fastafulltrúi Íslands hjá Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnuninni (OECD), Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og Evrópuráðinu.
         
    
    Moskva. Í starfsliði eru sendiherra, sendiráðsritari og ritari. Auk Rússlands falla Búlgaría, Rúmenía, Alþýðulýðveldið Mongólía og Japan undir umdæmi sendiráðsins. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort önnur ríki en Rússland í Samveldi sjálfstæðra ríkja falli undir umdæmi sendiráðsins í Moskvu.
         
    
    Bonn. Í starfsliði eru sendiherra, sendiráðsritari, viðskiptafulltrúi og tveir ritarar. Sendiráðið er með útibú í Berlín og hefur viðskiptafulltrúinn aðsetur þar. Auk Sambandslýðveldisins Þýskalands falla Austurríki, Sviss, Grikkland og Ungverjaland undir umdæmi sendiráðsins.
         
    
    Brussel. Tvær skrifstofur eru í Brussel:
                   
    Fyrir sendiráðið í Belgíu. Í starfsliði eru sendiherra, sendiráðunautur, sendiráðsritari, fiskimálafulltrúi, sendiráðsfulltrúi og tveir ritarar. Auk Belgíu fellur Lúxemborg undir umdæmi sendiráðsins. Forstöðumaður sendiráðsins er sendiherra hjá Efnahagsbandalagi Evrópu.
                   
    Fyrir fastanefnd Íslands hjá Norður-Atlantshafsráðinu. Í starfsliði eru fastafulltrúi (sendiherra), varafastafulltrúi, sendiráðsritari og tveir ritarar.
         
    
    Washington. Í starfsliði eru sendiherra, sendiráðunautur og tveir ritarar. Auk Bandaríkja Norður-Ameríku falla Kanada, Mexíkó, Brasilía, Argentína, Chile, Perú, Kólumbía, Venesúela, Úrúgvæ og Barbados undir umdæmi sendiráðsins.
         
    
    Genf. Í starfsliði eru sendiherra, sendiráðunautur, sendiráðsritari og tveir ritarar. Forstöðumaður fastanefndarinnar í Genf er fastafulltrúi hjá Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum sem aðsetur hafa í Genf. Hann er einnig fastafulltrúi hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og auk þess sendiherra í Keníu, Tansaníu, Egyptalandi og Eþíópíu.
         
    
    New York. Í starfsliði eru, að meðtöldu starfsliði aðalræðisskrifstofunnar í New York, sendiherra, sendifulltrúi, sendiráðsritari, viðskiptafulltrúi og tveir ritarar. Forstöðumaður fastanefndarinnar í New York er fastafulltrúi Íslands í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og auk þess sendiherra á Kúbu og Bahamaeyjum.



Fylgiskjal II.


Utanríkisráðuneytið,
viðskiptaskrifstofa:



Vöruútflutningur til Japans 1989, 1990 og 1991

.

(FOB-verðmæti í millj. kr. — Gengi hvers tíma.)



1989 1990 1991*

Vörutegundir

Tonn

Verðm.

%

Tonn

Verðm.

%

Tonn

Verðm.

%



Sjávarafurðir     
41.514,7
4.341,7 76,5 34.467,1 4.394,6 79,2 37.468,3 6.100,6 84,5
Fryst fiskflök     
530,8
72,1 1,3 856,8 120,7 2,2 626,0 91,4 1,3
Frystur fiskur, heill     
33.595,6
2.693,3 47,5 27.328,7 2.892,8 52,2 28.079,3 3.809,2 52,8
Ferskur fiskur, heill     
6,7
1,1 0,0 105,3 7,8 0,1 0,0 0,0 0,0
Fersk fiskflök     
36,0
2,4 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Rækja, fryst     
3.065,8
1.083,9 19,1 2.361,4 754,7 13,6 4.280,4 1.502,0 20,8
Humar, frystur     
0,0
0,0 0,0 12,0 1,1 0,0 8,6 3,6 0,0
Hörpudiskur, frystur     
0,0
0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 18,0 11,4 0,2
Hrogn          
3.855,7
443,4 7,8 2.711,7 341,4 6,2 4.412,4 674,7 9,3
Hvalafurðir     
0,0
0,0 0,0 1.057,6 264,0 4,8 0,0 0,0 0,0
Mjöl               
360,0
12,7 0,2 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Lagmeti (fiskmeti)     
53,2
30,5 0,5 7,8 6,1 0,1 6,3 4,9 0,1
Sjávarafurðir ót.a.     
10,9
2,3 0,0 25,8 6,0 0,1 37,3 3,4 0,0

Landbúnaðarafurðir     
399,4
145,9 2,6 188,4 109,5 2,0 424,4 63,6 0,9
Kindakjöt, fryst     
18,4
0,5 0,0 16,7 0,3 0,0 318,7 11,3 0,2
Lax og silungur     
305,7
92,0 1,6 105,3 32,7 0,6 3,4 1,0 0,0
Dúnn          
1,2
40,7 0,7 1,5 66,9 1,2 0,4 20,8 0,3
Landbúnaðarafurðir ót.a.     
74,1
12,7 0,2 64,9 9,6 0,2 101,9 30,5 0,4

Iðnaðarvörur     
23.521,1
1.179,1 20,8 26.962,2 1.022,3 18,4 28.324,4 1.052,7 14,6
Ullar- og prjónavörur; annar
  fatnaður     
16,7
63,8 1,1 18,4 65,1 1,2 33,4 83,6 1,2
Þang- og þaramjöl     
252,0
8,1 0,1 332,0 10,8 0,2 292,1 10,5 0,1
Kísiljárn     
22.691,8
1.102,7 19,4 26.610,7 946,2 17,1 27.992,6 949,6 13,2
Vélar til vinnslu sjávarafurða     
0,0
0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 2,4 6,2 0,1
Aðrar iðnaðarvörur ót.a.     
560,6
4,5 0,1 1,1 0,2 0,0 3,9 2,8 0,0

Aðrar vörur     
0,8
8,2 0,1 2,8 19,3 0,3 0,4 1,0 0,0

Vöruútflutningur alls     
65.436,0
5.674,9 100 61.620,5 5.545,7 100 66.217,5 7.217,9 100

% af heildarvöruútflutningi     
6,9
7,1 7,0 6,0 9,2 7,9

*Bráðabirgðatölur fyrir árið 1991.


Vöruinnflutningur frá Japan 1989, 1990 og 1991.


(CIF-verðmæti í millj. kr. — Gengi hvers tíma.)



1989 1990 1991*

Vörutegundir

Verðmæti

%

Verðmæti

%

Verðmæti

%



Vélar og tæki, þ.m.t. flutningatæki     
3.318,2
84,7 4.716,2 87,0 6.541,8 87,7
Bifreiðar     
2.080,8
53,1 3.121,0 57,6 4.459,2 59,8
Önnur flutningatæki     
4,8
0,1 2,1 0,0 0,8 0,0
Ýmsar vélar til atvinnurekstrar     
104,8
2,7 125,9 2,3 230,1 3,1
Skrifstofuvélar og skýrsluvélar     
268,8
6,9 373,9 6,9 369,4 5,0
Fjarskiptatæki, hljóðupptökutæki,
  hljómflutningstæki     
406,9
10,4 524,3 9,7 647,4 8,7
Vísinda- og mælitæki     
152,9
3,9 114,3 2,1 115,1 1,5
Rafmagnsvélar og tæki, ót.a.     
218,4
5,6 227,4 4,2 272,7 3,7
Aflvélar og tilheyrandi búnaður     
47,3
1,2 173,4 3,2 251,8 3,4
Vélar til sérstakra atvinnugreina     
30,4
0,8 48,2 0,9 191,0 2,6
Málmsmíðavélar     
3,1
0,1 5,7 0,1 4,3 0,1

Ýmsar vörur     
598,5
15,3 702,6 13,0 919,9 12,3
Lífræn kemísk efni     
8,7
0,2 15,6 0,3 14,1 0,2
Lyfja- og lækningavörur     
9,1
0,2 12,4 0,2 6,4 0,1
Unnar gúmvörur, ót.a     
32,5
0,8 38,8 0,7 39,3 0,5
Pappír, pappi og vörur úr slíku     
22,6
0,6 22,8 0,4 33,3 0,4
Spunagarn, vefnaður, tilbúnir vefnaðar-
  munir o.fl.     
131,7
3,4 131,7 2,4 148,4 2,0
Unnar vörur úr ómálmkenndum jarð-
  efnum ót.a.     
12,9
0,3 14,8 0,3 20,9 0,3
Unnar málmvörur, ótaldar annars     
38,0
1,0 39,4 0,7 57,1 0,8
Ljósmyndavörur og sjóntæki ót.a., úr
  og klukkur     
154,3
3,9 182,8 3,4 200,7 2,7
Aðrar vörur     
188,7
4,8 244,3 4,5 399,7 5,4

Vöruinnflutningur alls     
3.916,7
100 5.418,8 100 7.461,7 100

% af heildarvöruinnflutningi     
4,9
5,6 7,3

* Bráðabirgðatölur fyrir árið 1991.

Fylgiskjal III.


„Japan's Agricultural Review“, febrúar 1991,
Changes in Japan's food consumption:


Breyting á daglegri prótínneyslu (á mann) í Japan,


flokkað eftir fæðutegundum.




Grömm
Annað



Afurðir búfjár



Sjávarafurðir




Kornvörur

og grænmeti







Fylgiskjal IV.


Frost, 1. tbl. 1992.
Viðtal við Helga Þórhallsson, Tókíó:


Margvíslegir möguleikar á Japansmarkaði.


    Helgi Þórhallsson, sem stýrir söluskrifstofu SH í Tókíó, auglýsti á verkstjórafundinum eftir karfaflökum fyrir Japansmarkað vegna aukinnar eftirspurnar eftir unnum karfa. „Næst á eftir heilfrystum karfa koma auðvitað flökin. Það væri ágætt ef hægt væri að senda okkur meira af flökuðum karfa,“ sagði Helgi.
    „Japanir vilja fá flökin nánast óunnin, með sérstöku lagi,“ sagði Helgi þegar tíðindamanni Frosts tókst að króa hann af í stutta stund á verkstjórafundinum. „Japanir handflaka allan karfa og það er spurning hvort við stöndumst þeim snúning við að flaka hann eftir þeirra höfði. Það er áreiðanlega þess virði að reyna þetta. Ég sé þetta sem ágætt þróunarverkefni.“
    Á sl. ári seldist fjórðungi meira af karfa í Japan en árið áður, eða 4.137 tonn af karfa en 3.300 árið áður. Af djúpsjávarkarfa seldust 373 tonn en 344 árið áður, þ.e. 8% aukning. „Þarna held ég að við getum gert miklu meira. Við vitum að það verður mikil sókn í þennan karfa og höfum hreinlega ekki fengið nóg af honum. Úthafskarfi líkar mjög vel í Japan, sérstaklega ef hann er vel flokkaður. Þá er úthafskarfi talinn mjög góður fiskur og tekinn fram yfir allan smákarfann. Ég á heldur von á því að dragi úr framboði á honum. Hann er mikið veiddur við Kanada.
    En sl. ár var eitt besta ár okkar þarna eystra. Það er fyrst og fremst að þakka heilfrystum karfa og grálúðu og við erum tiltölulega bjartsýnir á framhaldið. Ráðgert er að takmarka aðgang erlendra fiskiskipa við strendur Kanada, en þar er veruleg karfaveiði. Þá dregur úr framboði og verð hækkar. Japansmarkaður er næmur fyrir sveiflum. Ef framboð dregst saman um 10% hækkar verðið hæglega um 30% og öfugt.“

Vonir bundnar við frysta smáloðnu.
    Árið hefst með loðnuvertíð. Kvótinn hefur verið aukinn og óttast menn jafnvel að ekki muni takast að veiða leyfilegt magn á vertíðinni.
    „Eins og með annan árstíðabundinn afla berst mikið af henni í skamman tíma inn á markaðinn,“ segir Helgi. „Horfur eru nokkuð góðar með sölu á loðnu. Eftirspurn er mikil og nánast engar birgðir til. Mestur skortur er á stórri loðnu sem Japanir þurrka og grilla samkvæmt japanskri hefð. Við gerum okkur litlar vonir um að geta boðið slíka loðnu og Japanir vænta þess ekki heldur. Þeir gera ráð fyrir að fá þá loðnu frá Noregi, enda var loðnan frá Noregi ágæt í fyrra. En það er líka markaður fyrir smærri loðnu en hann er mun minni. Engar birgðir eru til af slíkri loðnu og getum við þar af leiðandi tekið við nokkru magni. Þessi loðna er þídd upp og lausfryst fyrir djúpsteikingu.“

Loðnuhrognamarkaður í ójafnvægi.
    „Þá er næst að nefna loðnuhrogn, en markaðurinn fyrir þau er mjög erfiður. Enn eru til óseldar birgðir og framleiðsla Íslendinga og Norðmanna í fyrra nam tvöfaldri ársneyslu Japana. Aðstaðan er því erfið. Bæði löndin geta framleitt áfram álíka mikið magn. Það verður ekkert vit í þessu fyrr en aftur kemst á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, þ.e. ef menn vilja fá viðunandi verð fyrir hrognin. Vel getur verið að náist einhver samstaða við Norðmenn um magnið ef ekki verður um verðstríð að ræða. Þeir sem hafa bestu aðstöðuna, eiga bátana o.s.frv., geta staðið í að bjóða niður, aðrir ekki. Í Noregi væru það helst frystitogarar sem gætu staðist slíka verðlækkun, landfrystingin getur það ekki. Endanlegt verð ræðst eftir á og verður háð því hversu margir yrðu reiðubúnir að taka áhættuna.“

Krydduð þorskhrogn.
    „Mjög áhugaverð tilraun var gerð á síðasta ári með krydduð þorskhrogn fyrir Japansmarkað. Þau eru þídd, kryddblönduð og pökkuð fyrir kaupanda í Japan sem matbýr þetta næstum að segja á borð neytenda. Þá er þetta orðið sambærilegt hrognum Alaska-ufsans sem eru mjög dýr og skortur er á. Við vitum ekki enn hvert framhaldið verður, en trúlega verður ekki selt eins mikið magn og á sl. ári. Á móti held ég að við gætum selt meira af frystum iðnaðarhrognum.“

Meiri markaður fyrir blástursfrysta síld.
    „Um síldina er það að segja að markaðsstaðan var mjög erfið þegar við fórum í samningana í september sl. Það var svo mikið framboð frá Íslandi í fyrra. Birgðir voru til alveg fram á sumar og þær voru að lokum seldar á niðursettu verði. Í fyrra var offramboð. Nú er framboð of lítið og í haust held ég að verði komið gott jafnvægi og að verðið verði vel viðunandi. Einn framleiðandi blástursfrystir fyrir okkur síld. Ég vildi gjarnan sjá meira af síld sem þannig er fryst því markaður fyrir pönnufrysta síld er eiginlega mettaður. Það er bara ákveðinn markaður fyrir pönnufrysta síld og sá markaður er mettaður. Ef við viljum auka magn af síld á Japansmarkað verðum við að blástursfrysta hana. Þetta er möguleiki sem Norðmenn hafa nýtt sér vel. Það er leitt að menn hafa ekki séð þennan möguleika hér. Ástæðan er hugsanlega sú að menn hafa ekki not fyrir slík frystitæki nema fyrir síldina. Einnig má nefna ágætan markað fyrir síldarflök, svokölluð fiðrildi. Menn vilja nákvæma stærðarflokkun og raðað í öskjurnar. Við erum alltaf í samkeppni við Norðmenn sem kunna að gera þetta.“

Nýjar tegundir.
    Hvernig ætli Helga lítist á að selja nýjar fisktegundir á Japansmarkaði?
    „Í aðalatriðum tekur markaðurinn í Japan við öllum tegundum fisks. Við getum eflt markaðinn fyrir flatfisk og aðstaða okkar er góð til þess að sinna þessu þótt magnið sé e.t.v. ekki mikið til að byrja með. Langhali gæti t.d. vel komið til greina vegna þess hve holdið er hvítt. Við höfum sent dálítið á markaðinn í tilraunaskyni. Og gulllax gæti verið ágætur sem súrimi. Nú er orðið þægilegra að koma í verð ýmislegu af þessum toga eftir að opnuð var söluskrifstofa hér. Við getum tekið inn alls kyns tegundir á eigin nafni, sett í vörugeymslur. Með því að leyfa mörgum að prófa gætum við fikrað okkur áfram með markaðinn. Þetta er kannski kostur sem við höfum fram yfir aðra. Hafi einhver framleiðandi hug á að róa á ný mið, vinna nýjar fisktegundir, er sjálfsagt að reyna fyrir sér á Japansmarkaði.“

Tævan.
    „Á Tævan er sterkur markaður fyrir grálúðu sem reynir að klípa í Japansmarkaðinn. Þeir hafa ekki keypt 1–2 kílóa grálúðu, en ef þeir fara að gera það er hætt við að mjög dragi úr framboði í Japan. Þetta er nánast spurning um markaðsstefnu því markaðurinn í Japan er auðvitað mjög mikilvægur. Mjög mikilvægt er að flokka og raða vel grálúðu sem fara á til Tævans. Þar er samkeppni við lúðu frá Spáni sem hefur líkað mjög vel og borist í umtalsverðu magni.“
    Það er í ýmsu að snúast hjá Helga. Eftir 24 klukkustundir verður hann lagður af stað til Japans og því ekki vert að tefja hann lengur.