Flugmálaáætlun 1996--1999

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 14:33:58 (3514)

1996-03-05 14:33:58# 120. lþ. 100.4 fundur 365. mál: #A flugmálaáætlun 1996--1999# þál. 13/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[14:33]

Svavar Gestsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ástæðan til þess að ég nefndi þetta var ekki skoðun mín. Ég var bara að lýsa því sem kom fram í örstuttu samtali mínu við starfsmenn flugmálayfirvalda, sem eru ekki langt undan sem betur fer okkur til halds og trausts, að þeir töldu ólíklegt að botn fengist í þessi samtöl fyrr en á miðju þessu ári vegna þess að þau munu vera hluti af endurskoðun og aðalskipulagi Reykjavíkur sem ég reikna með að sé verið að vinna að núna og gert sé ráð fyrir að verði lokið á þessu vori ef ég man rétt. Ég sagði bara að mér fyndist ólíklegt að það kláraðist fyrir lok þessa máls í þinginu en það breytir ekki öllu að mínu mati. Ég held að það sé mikilvægt að umræðan sé hafin í þessari stofnun og það er ekki síst hv. þm. að þakka að sú umræða hefur verið hafin á þessum vetri og ég held að það sé mjög jákvætt.