Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 20:32:53 (6026)

1996-05-14 20:32:53# 120. lþ. 137.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, VS
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[20:32]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Það mál sem hér er á dagskrá var tekið til nefndar á milli 2. og 3. umr. og ég mæli fyrir brtt. sem flutt er af hv. allshn. Þar náðist samkomulag um málsmeðferð sem felur í sér að hv. þm. Hjálmar Jónsson dregur brtt. sína til baka en hann mun eflaust gera grein fyrir því á eftir. Síðan flytur nefndin í heild sinni þá brtt. sem er á þskj. 950. Við bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo, með leyfi forseta:

,,Dómsmálaráðherra skal við gildistöku laga þessara skipa þriggja manna nefnd sérfróðra aðila á sviði læknisfræði, lögfræði og siðfræði til að fylgjast með framkvæmd laganna og vinna að endurskoðun þeirra. Nefndin skal hafa hliðsjón af laga- og tækniþróun á sviði tæknifrjóvgunar, m.a. með tilliti til nafnleyndar. Nefndin skal ljúka störfum innan tveggja ára frá gildistöku laganna.``

Það er von mín að þessi lending geti verið sem flestum að skapi og að frv. verði samþykkt eins og það kemur frá 2. umr. með þeirri breytingartillögu sem ég hef gert grein fyrir.