Framhaldsskólar

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 18:44:03 (6673)

1996-05-28 18:44:03# 120. lþ. 150.10 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 150. fundur

[18:44]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. tók þátt í því ásamt mér í sínu fyrra starfi að reyna að tryggja að komið yrði á stuttum starfsmenntabrautum í framhaldsskólunum. Og það er ekkert nýtt í þessu frv. sem í raun og veru breytir því sem er í gildandi lögum í þeim efnum. Það hefur ekkert verið lagað.

Auk þess er það þannig að framhaldsskólinn hefur núna minni peninga á hvern nemanda en hann hafði þá til að vinna fyrir. Ég held því að þetta séu satt að segja í besta falli draumórar. En í versta falli er þetta að einhverju leyti tilraun til að blekkja, tilraun til að selja þetta frv. á forsendum sem eru ekki til. Það er ekkert nýtt fjármagn og ekkert nýtt skipulag í þessu frv. sem tryggir að verkmenntunin verði betur á sig komin í landinu. Það er þannig því miður, hæstv. forseti.