1995-10-30 16:04:04# 120. lþ.#F 18.#91. fundur. Varamenn taka þingsæti., til 16:08:43| L gert 31 9:57
[prenta uppsett í dálka]

Varamenn taka þingsæti.

[16:05]

Forseti (Ragnar Arnalds):


Forseti las eftirfarandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Alþb. í Reykjavíkurkjördæmi, Guðrún Helgadóttir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Svavar Gestsson, 8. þm. Reykv.``

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstu tveimur vikum leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Þjóðvaka í Norðurl. e., Vilhjálmur Ingi Árnason, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Svanfríður Jónasdóttir, 6. þm. Norðurl. e.``

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstu tveimur vikum leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Vesturl., Þorvaldur T. Jónsson bóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Magnús Stefánsson, 3. þm. Vesturl.``

,,Þar sem Árni R. Árnason, 6. þm. Sjálfstfl. í Reykn., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda, leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykn., Viktor B. Kjartansson tölvunarfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.

Geir H. Haarde,

formaður þingflokks sjálfstæðismanna.``

Vilhjálmur Ingi Árnason, 6. þm. Norðurl. e., Þorvaldur T. Jónsson, 3. þm. Vesturl., og Viktor B. Kjartansson, 6. þm. Reykn., undirrituðu drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.

[16:06]

Forseti (Ragnar Arnalds):