Framleiðsla og sala á búvörum

Mánudaginn 04. desember 1995, kl. 16:35:01 (1575)

1995-12-04 16:35:01# 120. lþ. 51.5 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., Frsm. meiri hluta GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur


[16:35]

Frsm. meiri hluta landbn. (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eftir langa þingsetu er hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson að verða viðræðuhæfur um landbúnaðarmál sem ég fagna auðvitað en hefði betur gerst fyrr. Ég heyrði áðan að hann tók undir markmið samningsins þó hann efist svo um framkvæmdina og ýmislegt annað sem í honum er. Það verður tíminn að leiða í ljós. Nú vil ég spyrja hv. þm. hvort hann sé þeirrar skoðunar að íslenskur landbúnaður eigi að njóta svipaðrar verndar og landbúnaður Evrópusambandsins eða þeirra markaða sem bændur fara að keppa við. Telur þingmaðurinn að styrkir hér eigi að vera með svipuðum hætti? Mér hefur heyrst í umræðunni að flestir hógværir menn væru þeirrar skoðunar að það væri ásættanlegt. Þess vegna spyr ég hv. þm. um skoðun hans í þeim efnum.