Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Miðvikudaginn 20. desember 1995, kl. 13:21:09 (2210)

1995-12-20 13:21:09# 120. lþ. 73.2 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[13:21]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Hæstv. forseti. Ég styð heils hugar það mál sem hér er til afgreiðslu. Á hinn bóginn verður ekki hjá því komist við lokaafgreiðslu málsins að geta þess sem í kjölfarið fór eftir að frá því hafði verið gengið. Ég vísa til óheppilegra yfirlýsinga forsvarsmanna álversins og enn óheppilegri afskipta iðnrh. og iðnrn. til málsins vegna þróunar íbúðarbyggðar í Hafnarfirði. Það er alveg ljóst á þessu stigi máls að þar þarf að gaumgæfa mál miklum mun betur og stórar spurningar eru um skaðabótaskyldu ríkisins ellegar Ísals. Að öllu leyti þarf nánar um þau mál að fjalla. Það breytir hins vegar ekki þeirri skoðun minni að vel hefur verið frá máli gengið að flestu leyti, enda undirbúið gaumgæfilega og um margra ára skeið. Ég segi já.