Vinnumarkaðsaðgerðir

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:48:40 (4109)

1997-03-03 15:48:40# 121. lþ. 82.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:48]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég tel að sá tilflutningur á verkefnum frá sveitarfélögum til ríkisins sem felst í frv. sé aðalágalli þess. Það gengur í grundvallaratriðum gegn þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í orði kveðnu af öllum stjórnmálaflokkum á undanförnum árum. Það á að fara að byggja upp nýja ríkisstofnun, nýtt ríkisbákn til þess að stýra þessum málum í landinu og skýtur það skökku við miðað við málflutning sumra, t.d. sjálfstæðismanna, m.a. á þessum fundi í dag.

Af þessum ástæðum, hæstv. forseti, tel ég enga ástæðu til að leggja þessu máli lið og sit því hjá við meðferð þess og tel eðlilegt að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því sjálf í einu og öllu.