Svör við fyrirspurn

Miðvikudaginn 12. mars 1997, kl. 15:45:12 (4366)

1997-03-12 15:45:12# 121. lþ. 89.91 fundur 241#B svör við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur

[15:45]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég vil byrja á því að frábiðja mér dónaskap og hótanir og útúrsnúninga frá hæstv. ráðherra. Svona orðbragð dæmir sig náttúrlega sjálft. En ég sé að það er nauðsynlegt að ekki aðeins fáist svar við þeim spurningum sem ég bar fram hér í skriflegri fyrirspurn og hefur ekki nema að hálfu verið svarað, það er nauðsynlegt að þau svör komi fram, heldur svör við ýmsum öðrum spurningum sem varpað hefur verið fram til hæstv. ráðherra í umræðunni. Ég fer því fram á það við hæstv. forseta að fram fari utandagskrárumræða þar sem upplýst verður um þessi mál, þar sem svarað verður þeim spurningum sem varpað hefur verið fram því að ég get ekki séð annað en að hæstv. ráðherra beri skylda til þess að upplýsa þingheim um svör við þessum spurningum.