Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 18. mars 1997, kl. 13:36:26 (4568)

1997-03-18 13:36:26# 121. lþ. 92.91 fundur 257#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[13:36]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að kl. 3.30 síðdegis fer fram umræða utan dagskrár samkvæmt 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða. Efni þeirrar umræðu eru áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á lífeyriskerfinu og kaup Landsbankans á 50% hlut í Vátryggingafélagi Íslands hf. Málshefjandi er Ágúst Einarsson. Starfandi forsrh., Friðrik Sophusson, verður til andsvara.