Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:37:20 (5822)

1997-05-05 16:37:20# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:37]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vekur enn athygli á því að umræðum um þetta mál er lokið og auðvitað höldum við áfram atkvæðagreiðslunni. Það verður engu breytt þó hætt yrði við atkvæðagreiðslu núna. En málið er hægt að taka fyrir í nefndinni milli umræðna, til þess er fullur réttur og það verður væntanlega gert. En að sjálfsögðu höldum við áfram atkvæðagreiðslunni.