Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:42:40 (5827)

1997-05-05 16:42:40# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:42]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti hefur þegar tjáð sig en ítrekar nú enn og aftur að umræðunni er lokið og menn átti sig á því þegar þeir eru að gera grein fyrir atkvæði sínu. Forseti heitir því að taka ekki þetta mál á dagskrá fyrr en nefndin hefur fjallað um málið að nýju og vonar að sú yfirlýsing dugi til þess að menn haldi áfram atkvæðagreiðslunni.