Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 19:17:34 (5872)

1997-05-05 19:17:34# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[19:17]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er enn eitt ákvæðið á ferð sem tryggir forréttindi þeirra þriggja hópa sem upphaflega tengdust þessu máli, þ.e. bænda, vörubifreiðastjóra og smábátaeigenda. Þeir eiga ótvírætt aðild að sjóðnum en aðrir þeir sem vilja gerast aðilar að honum þurfa að vera í öðrum félögum eða samtökum og verða að lúta samþykki ráðherra.

Þetta er algjörlega óásættanlegt, hæstv. forseti, og því greiði ég þessu ekki atkvæði mitt.