Fjárreiður ríkisins

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:12:58 (6552)

1997-05-15 10:12:58# 121. lþ. 127.1 fundur 100. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:12]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Við þingmenn jafnaðarmanna greiddum atkvæði með því að þessi grein yrði felld niður, m.a. vegna þess að þau ákvæði eiga ekki heima að okkar mati í frv. um fjárreiður ríkisins. Nú kemur sjálf greinin til atkvæða og úr því að sú fyrri var felld, þá vil ég lýsa því að þessi grein tók mjög miklum breytingum í störfum nefndarinnar. Um það bil tæpur helmingur af efnisbreytingum sem nefndin gerði fjallar um þá grein. Komið var verulega til móts við sjónarmið okkar stjórnarandstæðinga við útfærslu og betrumbót á greininni. Hún er hins vegar enn of víð og of miklar heimildir eru veittar með þeirri grein. Þó er nauðsynlegt að löggjöf sé sett um þjónustusamninga almennt en við höldum okkur fast við okkar fyrirvara sem við gerðum í nál. og munum því ekki greiða atkvæði þegar brtt. kemur til atkvæða.