Búnaðargjald

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 12:10:29 (6582)

1997-05-15 12:10:29# 121. lþ. 127.5 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[12:10]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hér er eitthvað að gerast sem ég hef ekki áttað mig á. Það var meining mín að koma hér upp með fyrirspurn frekar en andsvar. Getur verið að ég hafi skilið það rétt að meiri hluti landbn. sé að taka út stjórnarfrv. í andstöðu við hv. þm. Egil Jónsson? (Gripið fram í: Já, já.) Ég hef bara ekki áttað mig á þessu og enginn gert mér viðvart um það. (Gripið fram í: Lánasjóð landbúnaðarins líka.) Ég vil nú meina að Lánasjóður landbúnaðarins sé lagafrv. sem tekur ekki gildi fyrr en um áramót ef ég man rétt, þannig að ég hefði haldið að það væri ekki svo rosalega mikið atriði að taka þetta mál út. En ég kom hér upp, herra forseti, til að spyrja að þessu.