Suðurlandsskógar

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 15:55:09 (6643)

1997-05-15 15:55:09# 121. lþ. 127.8 fundur 524. mál: #A Suðurlandsskógar# frv., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:55]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Það kom fram í máli framsögumanns nefndarinnar að ég hefði skrifað upp á nál. landbn. um frv. um Suðurlandsskóga með fyrirvara. Ég ætla að gera grein fyrir því með nokkrum orðum í hverju sá fyrirvari var fólginn.

Strax við 1. umr. kom ég hér upp og gerði athugasemd við það að ég fyndi ekki neitt í frv. um umhverfismat. Hæstv. landbrh. svaraði því til þá að hann teldi að slíkt ákvæði þyrfti ekki. Ég hef rætt þetta síðan í nefndinni og hvatti mjög til þess að inn í lagatextann sjálfan yrði tekið ákvæði um umhverfismat. Undir það sjónarmið var ekki tekið og þess vegna skrifaði ég undir nál. með fyrirvara. Það skal að vísu tekið fram að í nál., sem auðvitað hefur lögskýringargildi, kemur fram að skoðað verði sérstaklega hvort beita beri 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum við stór ræktunarverkefni á vegum verkefnisins. Má segja að það hafi raunar strax verið til bóta. Einnig fagna ég þeirri yfirlýsingu sem hæstv. landbrh. gaf hér í umræðunum þar sem hann lýsti yfir að hann mundi hafa samráð við forstöðumenn helstu stofnana umhvrn. um gerð slíks mats.