Ferill 163. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 163 . mál.


180. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.

Flm.: Ásta R. Jóhannesdóttir, Össur Skarphéðinsson.



1. gr.

    Við 2. mgr. 11. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skulu þeir sem notið hafa örorkulífeyris við 67 ára aldur halda öllum réttindum sínum, þar með talinni fjárhæð tekjutryggingar öryrkja, þegar þeir hefja töku ellilífeyris.

2. gr.


    Við 17. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Fjárhæð tekjutryggingar ellilífeyrisþega, sem fengu greiddan örorkulífeyri við 67 ára aldur, skal ekki lækka við greiðslu ellilífeyris ef tekjur hlutaðeigandi hafa ekki breyst.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Samkvæmt núgildandi lögum hafa greiðslur til þeirra sem fengið hafa greiddan örorkulífeyri lækkað við það eitt að þeir verða 67 ára og hefja töku ellilífeyris. Skýring þessa er m.a. sú að skerðingarprósenta ellilífeyris skv. 2. mgr. 11. gr. almannatryggingalaga, nr. 117/1993, er 30% en skerðingarprósenta örorkulífeyris skv. 3. mgr. 12. gr. sömu laga er 25%. Auk þess hefst skerðing grunnlífeyris ellilífeyrisþega við lægri tekjumörk en grunnlífeyrir örorkulífeyrisþega, sbr. sömu ákvæði. Tekjutrygging öryrkja er einnig hærri en tekjutrygging ellilífeyrisþega. Hún lækkar um 689 kr. við það að hann verður 67 ára og fær greiddan ellilífeyri.
    Ef öryrkjar eiga að halda óbreyttum greiðslum frá almannatryggingum eftir að þeir ná ellilífeyrisaldri þarf að gera þær breytingar á almannatryggingalögunum sem hér eru lagðar til. Ljóst er að framfærslukostnaður öryrkja lækkar ekki við það eitt að hann nær 67 ára aldri. Öryrki, sem verið hefur óvinnufær lengi, jafnvel stóran hluta ævinnar og búið við fötlun af einhverju tagi, má búast við að fötlunin ágerist og kostnaður við að draga fram lífið aukist því frekar en minnki. Því er það ósanngjarnt að lækka greiðslur almannatrygginga til öryrkja við það eitt að þeir ná 67 ára aldri og hefja töku ellilífeyris.
    Framreikningur örorkulífeyris samkvæmt ákvæðum EES-samningsins leiðir oft til hlutfallslega hærri greiðslna en ellilífeyrisþegar fá með búsetunni einni saman. Því kunna greiðslur að lækka þegar viðkomandi hefur töku ellilífeyris. Þannig fær t.d. einstaklingur sem flytur frá Íslandi við 25 ára aldur til annars EES-lands og verður öryrki þar um þrítugt greiddan u.þ.b. 33 / 40 hluta örorkulífeyris frá Íslandi til 67 ára aldurs. Ef hann síðan flyttist hingað aftur eftir það fengi hann aðeins 9 / 40 hluta ellilífeyris. Viðkomandi ætti þó væntanlega meiri réttindi við töku ellilífeyris í landinu sem flust var til. Ekki er gert ráð fyrir að breyta þessu fyrirkomulagi með þessu lagafrumvarpi, en rétt þykir að benda á það misræmi sem skapast getur við framangreindar aðstæður.


Fylgiskjal.

Tryggingarstofnun ríkisins:

Dæmi um tekjutengingu bóta almannatrygginga.


(5. september 1996.)



Ellilífeyrir:

Einstaklingur með almennar tekjur.




Grunn-

Tekju-

Heimilis-

Sérstök


Tekjur

lífeyrir

trygging

uppbót

heimilisuppbót




0
13.373 24.605 8.364 5.754
10.000
13.373 24.605 8.364 0
18.418
13.373 24.605 8.364 0
20.000
13.373 23.893 8.122 0
30.000
13.373 19.393 6.592 0
40.000
13.373 14.893 5.063 0
50.000
13.373 10.393 3.533 0
60.000
13.373 5.893 2.003 0
69.684
13.373 1.535 522 0
73.069
12.349 0 0 0
80.000
10.278 0 0 0
90.000
7.278 0 0 0
100.000
4.278 0 0 0
110.000
1.278 0 0 0
114.261
0 0 0 0


Einstaklingur með lífeyrissjóðstekjur.




Grunn-

Tekju-

Heimilis-

Sérstök


Tekjur

lífeyrir

trygging

uppbót

heimilisuppbót




0
13.373 24.605 8.364 5.754
10.000
13.373 24.605 8.364 0
20.000
13.373 24.605 8.364 0
26.755
13.373 24.605 8.364 0
30.000
13.373 23.145 7.868 0
40.000
13.373 18.645 6.338 0
50.000
13.373 14.145 4.808 0
60.000
13.373 9.645 3.279 0
70.000
13.373 5.145 1.749 0
75.000
13.373 2.895 984 0
80.000
13.373 645 219 0
81.433
13.373 0 0 0

Hjón með almennar tekjur (annað hjóna).




Samanlagðar

Viðmiðunar-

Grunn-

Tekju-


tekjur

tekjur

lífeyrir

trygging




0
0 12.036 24.605
25.785
12.892 12.036 24.605
40.000
20.000 12.036 21.406
60.000
30.000 12.036 16.906
80.000
40.000 12.036 12.406
100.000
50.000 12.036 7.906
120.000
60.000 12.036 3.406
135.140
67.570 12.036 0


Hjón með lífeyrissjóðstekjur (annað hjóna).




Samanlagðar

Viðmiðunar-

Grunn-

Tekju-


tekjur

tekjur

lífeyrir

trygging




0
0 12.036 24.605
37.458
18.729 12.036 24.605
40.000
20.000 12.036 24.033
60.000
30.000 12.036 19.533
80.000
40.000 12.036 15.033
100.000
50.000 12.036 10.533
120.000
60.000 12.036 6.033
146.814
73.407 12.036 0



Örorkulífeyrir:

Einstaklingur með almennar tekjur.




Grunn-

Tekju-

Heimilis-

Sérstök


Tekjur

lífeyrir

trygging

uppbót

heimilisuppbót




0
13.373 25.294 8.364 5.754
10.000
13.373 25.294 8.364 0
18.418
13.373 25.294 8.364 0
20.000
13.373 24.582 8.129 0
30.000
13.373 20.082 6.641 0
40.000
13.373 15.582 5.152 0
50.000
13.373 11.082 3.664 0
60.000
13.373 6.582 2.176 0
71.121
13.373 1.578 522 0
74.627
12.496 0 0 0
80.000
11.153 0 0 0
90.000
8.653 0 0 0
100.000
6.153 0 0 0
110.000
3.653 0 0 0
120.000
1.513 0 0 0
124.613
0 0 0 0


Einstaklingar með lífeyrissjóðstekjur.




Grunn-

Tekju-

Heimilis-

Sérstök


Tekjur

lífeyrir

trygging

uppbót

heimilisuppbót




0
13.373 25.294 8.364 5.754
10.000
13.373 25.294 8.364 0
20.000
13.373 25.294 8.364 0
26.755
13.373 25.294 8.364 0
30.000
13.373 23.834 7.881 0
40.000
13.373 19.334 6.393 0
50.000
13.373 14.834 4.905 0
60.000
13.373 10.334 3.417 0
70.000
13.373 5.834 1.929 0
75.000
13.373 3.584 1.184 0
80.000
13.373 1.334 441 0
82.964
13.373 0 0 0


Hjón með almennar tekjur (annað hjóna).




Samanlagðar

Viðmiðunar-

Grunn-

Tekju-


tekjur

tekjur

lífeyrir

trygging




0
0 12.036 25.294
25.785
12.892 12.036 25.294
40.000
20.000 12.036 22.095
60.000
30.000 12.036 17.595
80.000
40.000 12.036 13.095
100.000
50.000 12.036 8.595
120.000
60.000 12.036 4.095
138.202
69.101 12.036 0


Hjón með lífeyrissjóðstekjur (annað hjóna).




Samanlagðar

Viðmiðunar-

Grunn-

Tekju-


tekjur

tekjur

lífeyrir

trygging




0
0 12.036 25.294
37.458
18.729 12.036 25.294
40.000
20.000 12.036 24.722
60.000
30.000 12.036 20.222
80.000
40.000 12.036 15.722
100.000
50.000 12.036 11.222
120.000
60.000 12.036 6.722
149.876
74.938 12.036 0


    Þegar sameiginlegar tekjur hjóna verða það háar að þau missa tekjutryggingu alveg er kannað hvort skerða á grunnlífeyrinn. Við þann útreikning er litið til tekna hvors um sig, en tekjunum ekki jafnað. Skerðing á grunnlífeyrinum verður eins og um einstakling væri að ræða.