Svar við fyrirspurn

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 10:46:06 (4345)

1998-03-05 10:46:06# 122. lþ. 80.89 fundur 242#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), SighB
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[10:46]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Hæstv. viðskrh. tók það fram á sínum tíma þegar formbreytingar voru gerðar á rekstri ríkisbankanna að þær mundu ekki torvelda það að Alþingi gæti fengið sambærilegar upplýsingar og Alþingi hefur áður fengið. Nú segir hann að þessi formbreyting valdi því með öðru að óeðlilegt sé að viðskrn. svari spurningum sem það treysti sér til að svara fyrir fimm árum. Ég fellst, virðulegi forseti, ekki á þessi rök.