Ummæli þingmanns í fréttaviðtali

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 11:01:19 (4357)

1998-03-05 11:01:19# 122. lþ. 80.93 fundur 246#B ummæli þingmanns í fréttaviðtali# (aths. um störf þingsins), EOK (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[11:01]

Einar Oddur Kristjánsson:

Herra forseti. Það fer ekki milli mála að það getur orkað tvímælis hvaða mál koma fyrir hvaða nefnd, það getur orkað tvímælis og menn geta deilt um það.

Hitt var upphaf máls míns að það voru ósæmilegar og persónulegar aðdróttanir og dylgjur sem fóru fram í garð formanns efh.- og viðskn., að hann væri að misnota aðstöðu sína sem formaður nefndarinnar til að fara óeðlilega að við að rannsaka þetta mál. Það var tilefni athugasemda minna. Það var þess vegna sem ég gerði þetta að umræðuefni að slíkar árásir voru tilhæfulausar, ástæðulausar og ódrengilegar. Þess vegna fannst mér ástæða til að biðja hv. þm. að nota aðstöðu sína til að biðjast afsökunar þannig að hann gæti orðið maður að meiri. (Gripið fram í: Hvaða rugl er þetta?)