Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 15:50:24 (5094)

1998-03-24 15:50:24# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[15:50]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta fer náttúrlega að bera keim af stagli. Auðvitað erum við hv. þm. Hjálmar Jónsson innilega sammála í þessu máli, að ölvun og akstur fara ekki saman. Það sem við erum ekki sammála um er hversu fljótt og hvernig eigi að taka á því máli og hv. þm. segir eins og mér finnst hafa komið fram í umræðunni, að það sé álitamál hver mörkin eigi að vera. Ég spyr mig aftur og aftur, hvers vegna er það álitamál? Mér finnst það ekkert álitamál og ég þarf ekkert álit sérfræðinga á því hvort það sé álitamál hvort ég eigi að vera sett í þá stöðu að spyrja mig hvort ég megi fara og aka bílnum eftir eitt glas af rauðvíni eða einn bjór eða eitthvað slíkt.