Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 15:55:02 (5098)

1998-03-24 15:55:02# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[15:55]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Sú fullyrðing skýrðist að einhverju leyti um hagsmuni margra, og það gleður mig að þar sé átt við hagsmuni almennings í þessu máli og hafði ég raunar vonast til að um það væri að ræða, (Gripið fram í.) en það var ákaflega erfitt að skilja það af orðum hv. þm. áðan. Þess vegna spurði ég og nú er svarið komið.

En það skýrir málið í rauninni ekkert mjög mikið fyrir mér, vegna þess að mér finnst svo augljóst að það séu hagsmunir almennings að skýr skilaboð séu frá Alþingi um að áfengi og akstur fari ekki saman. Og ef menn eru settir í þá stöðu að þurfa alltaf að velta því fyrir sér hvort þeir megi drekka pínulítið áður en þeir aki, þá finnst mér það ekki fara saman við hagsmuni almennings.