Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 16:27:20 (5117)

1998-03-24 16:27:20# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., HjálmJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[16:27]

Hjálmar Jónsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það kom fram áðan í máli hæstv. forseta að ekki hefðu verið bornar á mig sakir. Ég varð ekki var við annað en að svo væri í máli hv. þm. Ágústs Einarssonar þar sem ég hefði farið út fyrir eðlileg mörk áðan og því vil ég upplýsa hann og þingheim um það að ég hugðist koma upp áður til að bera af mér sakir eftir að hv. Jóhanna Sigurðardóttir talaði til mín. Þá benti hæstv. forseti mér á að fara heldur með þetta í andsvar og því kom þetta sem andsvar undir ræðu hv. þm. Kristjáns Pálssonar.

Þannig liggur í málinu og ég vona svo að hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir hafi tekið athugasemdir mínar til greina og komi á alla þá fundi í allshn. hér eftir sem hún verður beðin að mæta á.