Þingsályktunartillaga um setningu reglna um hvalaskoðun

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 14:32:40 (5770)

1998-04-28 14:32:40# 122. lþ. 112.92 fundur 324#B afgreiðsla nokkurra þingmannamála# (aths. um störf þingsins), EKG
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 122. lþ.

[14:32]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Ég biðst velvirðingar á því að þessi mistök hafa átt sér stað varðandi þessa þáltill. Það var alls ekki ætlunin að koma í veg fyrir að kallað yrði eftir umsögnum um hana. Hins vegar hafði ég gengið út frá því að hv. 1. flm. mundi koma með tillögur um þetta og ég verð bara að játa að það var yfirsjón af minni hálfu að ganga ekki eftir því frekar og ekkert annað bjó á bak við þetta.

Hitt er það að hluti af þeim tillögum eða ábendingum sem koma fram í þáltill. hv. þm. er reyndar inni í máli sem við erum að afgreiða með allt öðrum hætti sem gerir kröfu um aðbúnað á bátum sem eru af þessari gerð en það er önnur saga. Ég tel að hér sé eingöngu um að ræða yfirsjón, mistök af hálfu nefndarinnar sem ég hlýt að taka á mig sem formaður hennar.