Gjöld af bifreiðum

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 10:19:38 (7415)

1998-06-04 10:19:38# 122. lþ. 144.21 fundur 715. mál: #A gjöld af bifreiðum# frv. 83/1998, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[10:19]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er mjög gott að heyra að vandi formanns efh.- og viðskn. hafi þá ekki verið flotinn varðandi þá tillögu sem var uppi þegar frv. fór til efh.- og viðskn. um að lita olíuna. Ég ætla einmitt að nefna að ég veit ekki betur en að í Noregi sé sú leið farin og fáir eru með stærri flota en einmitt Norðmenn. En þingmaðurinn hefur upplýst að hann hefur verið að ræða um vandann gagnvart tillögum minni hlutans. Það breytir engu um að það er til mikils vansa þegar efh.- og viðskn. er með tillögu um að taka upp olíugjald og meiri hlutinn hleypur frá henni eins og hér hefur verið gert.