Verslun með áfengi og tóbak

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 14:48:09 (7473)

1998-06-04 14:48:09# 122. lþ. 144.8 fundur 394. mál: #A verslun með áfengi og tóbak# (breyting ýmissa laga) frv. 98/1998, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[14:48]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það verður að játa að með þessari brtt., sem fellir niður 1.--4. gr. frv. sem ekki var nema sex greinar í byrjun, verður heldur lítið eftir af hugverkinu. Við flutningsmenn höfum þó ákveðið að styðja þessa brtt. og afgreiðslu málsins eins og virðuleg efh.- og viðskn. hefur orðið sammála um að leggja til. Eftir stendur að eitt efnisatriði frv. hlýtur náð fyrir nefndinni og vonandi fyrir meiri hlutanum á hinu háa Alþingi, þ.e. að þjónusta Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins skuli vera vönduð sem og upplýsingagjöf til viðskiptavina um það sem þar er á boðstólunum. Þetta er lítið skref í þá átt að gera þjónustu þessarar stofnunar nútímalegri þannig að betri sátt megi ríkja um tilvist hennar og það hlutverk sem hún hefur.

Markmiðiðið með flutningi þessa frv. er að vinna gegn þeim andróðri sem viðhafður er til að reyna að gera þetta fyrirtæki óvinsælt og undirbúa að auðveldara verði að hrópa það af. Það sem eftir stendur af frv. er svo gott, herra forseti, að við ákváðum að styðja þessa brtt.