Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 10:38:23 (2484)

1997-12-17 10:38:23# 122. lþ. 45.1 fundur 282. mál: #A jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla# fsp. (til munnl.) frá félmrh., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[10:38]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni fyrir þessa fyrirspurn og hæstv. félmrh. fyrir svörin. Það er ánægjulegt að heyra að hann hefur áhuga á því að endurskoða jafnréttislögin því að það er alveg ljóst að þau eru mjög haldlítil. Það er næstum því sama á hvaða grein jafnréttislaganna er litið því það er ljóst að markmið þeirrar greinar hefur ekki náðst, hvort sem um er að ræða launajafnréttið, skólakerfið, nefndirnar o.s.frv. Yfirleitt er ástandið ekki miklu betra en það var árið 1991.

Ein ástæðan er sú að það þarf pólitískan vilja til þess að fylgja þessum lögum eftir og þann vilja hefur skort. Það er með ólíkindum að sjá hvað eftirlitsstofnunin eða Jafnréttisráð starfar í raun og veru illa. (Forseti hringir.) Sá pólitíski vilji sem þarf er ekki fyrir hendi í þessari ríkisstjórn eins og t.d. hvað varðar samkeppnislögin og það er mikil þörf á að endurskoða (Forseti hringir.) þessi lög.