Skaðabótalög

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 14:47:31 (2934)

1997-12-20 14:47:31# 122. lþ. 50.4 fundur 58. mál: #A skaðabótalög# (endurskoðun laganna) frv. 149/1997, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[14:47]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég lít svo á að það beri að skilja bréf Vátryggingaeftirlitsins svo að það hafi í hyggju án undanbragða að ljá nefndinni sem endurskoðar skaðabótalögin þær upplýsingar og sinn atbeina við öflun upplýsinga sem nefndin vill fá. Það eru fyrirvarar. Það er svolítil þoka í bréfinu. Það er rétt skilið hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni og því segi ég að nauðsynlegt sé að fylgjast með þessu máli þannig að nefndin fái undanbragðalaust umbeðnar upplýsingar og ég áskil mér rétt til þess að fylgja því máli eftir.