Dvalarrými fyrir aldraða

Miðvikudaginn 03. febrúar 1999, kl. 13:41:57 (3211)

1999-02-03 13:41:57# 123. lþ. 58.1 fundur 139. mál: #A dvalarrými fyrir aldraða# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 123. lþ.

[13:41]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Nokkuð greinir menn á um það hver þörfin sé fyrir hjúkrunarrými fyrir aldraða til framtíðar litið. Menn líta svo á að með breyttri líðan þeirra öldruðu muni þörfin í framtíðinni ekki verða jafnbrýn og nú, þ.e. þegar talað er um að það þurfi tíu ný rúm á ári þá sýnist mönnum sitt hvað þar um.

Ég hjó eftir öðru hjá ráðherra og vil fá svör við. Heyrði ég rétt að ætlaðar væru 72 millj. vegna þessa hjúkrunarheimilis sem nú á að fara í útboð? Það lætur nærri að það sé þá um einn þriðji eða einn fjórði af heildarkostnaði verksins. Getur það verið að 72 millj. fari í að undirbúa útboð vegna þessa hjúkrunarrýmis? Ég vona að ég hafi misheyrt þessar tölur. Mér þykja þær nokkuð ógnvænlegar. Hefði kannski verið rétt að standa öðruvísi að verki?

Ég tel hins vegar eins og hér hefur komið fram að full ástæða sé til þess að bæta um betur varðandi hjúkrunarrými fyrir Reykvíkinga, þó það sé ekki endilega í Reykjavík sjálfri, þá á höfuðborgarsvæðinu, í Garðabæ eða í Hafnarfirði.