Endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:10:27 (3560)

1999-02-15 15:10:27# 123. lþ. 65.1 fundur 245#B endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:10]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Mér finnst ekkert að því þó hæstv. ráðherra vilji velta aðeins betur fyrir sér hvernig hann muni ganga í verkið. Við úr stjórnarandstöðunni þökkum gott boð og munum örugglega leysa það farsællega að koma okkur saman um fulltrúa. En að sjálfsögðu hefði það skapað meira svigrúm ef þeir hefðu mátt vera t.d. tveir eða þrír.

Ég bendi hæstv. ráðherra einnig á þann möguleika að hrinda verkefninu af stað og setja nefnd til starfa nú í vetur, sem ég held að sé mjög mikilvægt, en gera ráð fyrir þeim möguleika að bæta í nefndina fulltrúum þeirra þingflokka sem hér verða á þingi eftir kosningar, ef þeir eiga þá ekki aðild að henni fyrir.