Smíði varðskips

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 13:59:23 (334)

1998-10-14 13:59:23# 123. lþ. 10.3 fundur 30. mál: #A smíði varðskips# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[13:59]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fsp. til hæstv. dómsmrh. Ég hjó hins vegar eftir því að í ræðu hv. fyrirspyrjanda að það hefði komið fram í svari dómsmrh. á síðasta ári að skipið yrði smíðað hér innan lands enda mætti jafna varðskipi við herskip.

Ég spurði að því fyrir líklega ári síðan hvort ekki væri möguleiki á að leita til Framkvæmdasjóðs NATO um styrk til að smíða þetta skip vegna þess að í skipum Dana, sem við höfum nú horft mikið til, eru einmitt kafbátaleitartæki sem valda því að þessi dönsku varðskip flokkast undir herskip.

En ég fagna því vissulega ef hægt er að koma málum svo fyrir að skipið verði smíðað hér innan lands en þó tel ég að nokkur munur sé á dönsku varðskipunum og þeim íslensku.