Smíði varðskips

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 14:02:22 (337)

1998-10-14 14:02:22# 123. lþ. 10.3 fundur 30. mál: #A smíði varðskips# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., StG
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[14:02]

Stefán Guðmundsson:

Herra forseti. Þetta eru vissulega gleðileg tíðindi fyrir íslenskan iðnað og fyrir miklu fleiri en íslenskan iðnað, ekki síður fyrir sjávarútveginn almennt. Við höfum rætt þessi mál nokkuð í iðnn. þingsins. Við kynntum okkur þau sérstaklega fyrir ekki löngu síðan þegar við í iðnn. ferðuðumst um Norðurland og heimsóttum m.a. Slippstöðina á Akureyri þar sem okkur voru kynntar þessar hugmyndir. Hér hefur verið stigið mikið gæfuspor og ég kem upp fyrst og fremst til þess að þakka ráðherra og ríkisstjórn fyrir að hafa tekið svo skynsamlega ákvörðun. Ég er sannfærður um að íslenskir iðnaðarmenn munu rísa undir því merki sem hér hefur verið reist.