Fangaverðir

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 14:25:16 (351)

1998-10-14 14:25:16# 123. lþ. 10.6 fundur 88. mál: #A fangaverðir# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[14:25]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það er alveg kórrétt hjá hv. fyrirspyrjanda að vel hefur gefist að hafa fangaverði af báðum kynjum. Vonandi tekst að bæta það hlutfall þó ekki sé hægt að halda því fram að hlutfall kvenna í fangavarðastétt sé lágt. Þar má hins vegar gera betur. Hvað getur orðið til þess skal ég ekki segja hér en held þó að umræða af því tagi sem hv. þm. hefur vakið gæti opnað augu manna fyrir áhugaverðum starfsmöguleikum á þessu sviði. Sú umræða er gott framlag til þess að auka áhuga kvenna á að hugsa um þetta sem góðan starfsvettvang.