Upplýsingar um lyfjanotkun í gagnagrunn

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 15:19:46 (374)

1998-10-14 15:19:46# 123. lþ. 10.11 fundur 53. mál: #A upplýsingar um lyfjanotkun í gagnagrunn# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[15:19]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Tveir hv. þm. hafa beðið um að gera athugasemd sem þeir hafa rétt á samkvæmt þingsköpum. Venjan hefur samt sem áður verið sú að slíkar athugasemdir komi fram eftir að hv. fyrirspyrjandi og sá hæstv. ráðherra sem til svara er hafa lokið fyrri umferð. Þetta er ekki boðið í þingsköpum en forseti vill beina þeim tilmælum til hv. þm. að óski þeir að koma með athugasemd í fyrirspurnatíma þá geri þeir það áður en fyrirspyrjandi og ráðherra hafa talað í síðara sinn. Samkvæmt þingsköpum er ekkert sem bannar annað en það er óhefðbundið.