Endurskoðun reglna um sjúklingatryggingu

Mánudaginn 19. október 1998, kl. 15:51:17 (567)

1998-10-19 15:51:17# 123. lþ. 13.15 fundur 20. mál: #A endurskoðun reglna um sjúklingatryggingu# þál., Flm. ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 123. lþ.

[15:51]

Flm. (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur fyrir þetta innlegg í umræðuna um endurskoðun reglna um sjúklingatryggingu, þessa þáltill. sem hér liggur fyrir og er til umræðu. Það er hverju orði sannara eins og fram kom í máli hennar, hve mikilvægt það er að tekið verði á þessum málum, hve mikilvægt er að stjfrv. frá 113. löggjafarþingi verði tekið upp, unnið og gert að lögum því eins og við vitum að þótt til séu ákveðnar reglur, eins og t.d. í almannatryggingunum með sjúklingatrygginguna, þá ná þær mjög skammt. Bótarétturinn er rýr. Hann er lítill, t.d. hvorki greiddar miska- né skaðabætur, og málatilbúnaður getur verið mjög þungur og erfiður fyrir þá sem leita réttar síns og því miður veigra sér allt of margir við því að fara út í slíkt, treysta sér ekki til þess, bæði vegna tilkostnaðar og vegna þess að þetta er mikið álag. Það er því orðið mjög brýnt að við verðum eins og þær þjóðir sem við berum okkur saman við og gerum þessa leið auðveldari fyrir þá sem telja sig hafa orðið fyrir læknamistökum, og einnig fyrir aðstandendur þeirra.