Útköll björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar

Miðvikudaginn 02. desember 1998, kl. 13:41:42 (1477)

1998-12-02 13:41:42# 123. lþ. 30.2 fundur 103. mál: #A útköll björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 123. lþ.

[13:41]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Almennt er ekki um það að ræða að sértekjur komi vegna björgunar- eða sjúkraflugs. Ég þori ekki að fullyrða um það hvort tryggingafélög hafi í einhverjum tilvikum kostað flug af þessu tagi, ég hef ekki upplýsingar undir höndum um það. En það er að sjálfsögðu eðlilegt að óska eftir slíkum upplýsingum og koma þeim á framfæri ef það er talið nauðsynlegt.