Ferill 235. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 729  —  235. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um rekstrartap fyrirtækja.

     1.      Hvert var uppsafnað yfirfæranlegt rekstrartap fyrirtækja í ársbyrjun 1996 og 1997?
    Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóraembættinu var uppsafnað yfirfæranlegt tap hjá hlutafélögum, sameignarfélögum, samvinnufélögum og öðrum lögaðilum sem hér segir:
     Heildarrekstrartap í árslok 1995: 87.110 millj. kr.
     Heildarrekstrartap í árslok 1996: 83.459 millj. kr.
    Í ofangreindum tölum hefur ekki verið teki tillit til hagnaðar eða taps sem kann að hafa verið hjá viðkomandi lögaðilum hvort ár um sig. Um er að ræða uppsöfnuð rekstrartöp fyrri ára sem skráð eru í sérstaka reiti á skattframtölum lögaðila.
    Upplýsingar um uppsafnað yfirfæranlegt tap í einstaklingsrekstri liggja ekki fyrir í tölvu­tæku formi þar sem yfirfæranlegt tap er ekki skráð sérstaklega hjá einstaklingum.

     2.      Hvað hefur nýting rekstrartapsins leitt til mikillar lækkunar á skattstofni fyrirtækja tekjuárin 1996 og 1997 og hvert var tekjutap ríkissjóðs af þeim ástæðum á þessum ár­um?
    Til og með rekstrarárinu 1996 var skráning skattupplýsinga rekstraraðila þannig að ein­ungis voru skráðar í tölvukerfi skattyfirvalda niðurstöðutölur rekstrar, þ.e. hrein eign og hreinar tekjur. Þó hefur nokkur undanfarin ár verið á skattframtölum lögaðila sérstakur reitur fyrir yfirfæranlegt tap þeirra frá fyrri árum. Rekstrarhagnaður fyrirtækja sem eru með yfir­færanlegt tap frá fyrri árum var ekki skráður sérstaklega. Því er ekki unnt að svara spurning­unni að því varðar tekjuárið 1996 nema með því að fara yfir frumgögnin hjá öllum skattstjór­um.
    Árið 1998 var lögaðilum gert að skila sérstöku stöðluðu skattframtali rekstraraðila fyrir tekjuárið 1997 þar sem krafist var ítarlegra rekstrarupplýsinga. Um 70% lögaðila skiluðu þessu skattframtali í tölvutæku formi og liggja nú fyrir margvíslegar upplýsingar um þá. Nýting yfirfæranlegs taps þessara lögaðila tekjuárið 1997 til lækkunar á skattstofni var sam­kvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra 8.049 millj. kr. Skatthlutfall hlutafélaga þetta ár var 33% og skatthlutfall sameignarfélaga 41%. Hins vegar er ekki rétt að tala um tekjutap ríkis­sjóðs í þessu sambandi því rekstrartapið er lögbundinn frádráttur sem skattaðilar eiga rétt á, þ.e. rekstrarkostnaður sem ekki hefur fengist dreginn frá rekstrartekjum.

     3.      Hvert var ónýtt yfirfæranlegt rekstrartap í árslok 1997 og hver er skipting þess eftir atvinnugreinum?
    Eftirfarandi tafla sýnir yfirfæranlegt rekstrartap fyrri ára hjá lögaðilum samkvæmt fyrir­liggjandi upplýsingum úr skattframtölum ársins 1998 (árslok 1997). Yfirfæranlegt tap fyrri ára var samtals 76.264 millj. kr.

Yfirfæranlegt tap samkvæmt framtali 1998.

Þús. kr.
ÍSAT Atvinnugrein
444.054 01 Landbúnaður
110 02 Skógrækt
7.596.212 05 Fiskveiðar
103.529 13/14 Málmnám, nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu
11.911.823 15 Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður
342.126 17 Textíliðnaður
346.696 18 Fataiðnaður; sútun og litun loðskinna
18.902 19 Leðuriðnaður
228.418 20 Trjáiðnaður
77.797 21 Pappírsiðnaður
751.931 22 Útgáfustarfsemi
791.101 24 Efnaiðnaður
313.965 25 Gúmmí- og plastvöruframleiðsla
669.074 26 Gler-, leir- og steinefnaiðnaður
2.498.305 27 Framleiðsla málma
467.644 28 Málmsmíði og viðgerðir
448.499 29 Vélsmíði og vélaviðgerðir
58.208 31 Framleiðsla og viðgerðir annarra ótalinna rafmagnsvéla og tækja
1.297 32 Framleiðsla og viðgerðir fjarskiptabúnaðar og tækja
77.288 33 Framleiðsla og viðhald á lækningatækjum o.fl.
16.726 34 Framleiðsla vélknúinna ökutækja annarra en vélhjóla
781.902 35 Framleiðsla annarra farartækja
336.168 36 Húsgagnaiðnaður, skartgripasmíði, hljóðfærasmíði o.fl.
2.992 37 Endurvinnsla
47.888 40 Rafmagns-, gas- og hitaveitur
3.424.870 45 Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð
1.357.476 50 Sala, viðhald og viðgerðir á bílum o.fl.
2.927.358 51 Umboðs- og heildverslun með annað en bíla og vélhjól
4.326.548 52 Smásala á öðru en bílum og vélhjólum
2.212.038 55 Hótel- og veitingahúsarekstur
336.192 60 Samgöngur á landi
1.235.168 61 Samgöngur á sjó og vatnaleiðum
2.289.975 62 Flugsamgöngur
1.090.113 63 Flutningaþjónusta, starfsemi ferðaskrifstofa o.fl.
70.562 64 Póstur og sími
9.137.018 65 Peningastofnanir og fjármálaþjónusta
8.696 66 Starfsemi vátryggingafélaga og lífeyrissjóða
161.038 67 Starfsemi tengd fjármálaþjónustu
3.145.882 70 Sala og rekstur fasteigna
319.314 71 Leiga á vélum og tækjum án stjórnanda
772.876 72 Tölvur og tölvuþjónusta
684.377 73 Rannsóknir og þróunarstarf
6.223.962 74 Önnur viðskipti og sérhæfð þjónusta
49.264 80 Fræðslustarfsemi
78.084 85 Heilbrigðis- og félagsþjónusta
27.209 90 Skolpveitur, sorphreinsun o.fl.
23.648 91 Starfsemi annarra ótalinna félaga og samtaka
1.461.952 92 Tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi
335.364 93 Önnur persónuleg þjónustustarfsemi
4.468.555 97 Engin starfsemi
719.449 98 Ótilgreind starfsemi
1.013.950 xx Vantar ÍSAT númer

     4.      Hversu mörg fyrirtæki sem sýndu hagnað á árunum 1997 og 1998 voru skattlaus vegna nýtingar á yfirfæranlegu tapi og hver var hagnaður þeirra á þessum árum, sundurliðað eftir atvinnugreinum?
    Eins og áður getur liggja þessar upplýsingar ekki fyrir úr skattframtölum 1997 (tekjuárið 1996) en samkvæmt upplýsingum úr stöðluðum rekstrarframtölum lögaðila árið 1998 (tekju­árið 1997) sem skilað var í tölvutæku formi voru 1.280 lögaðilar skattlausir vegna nýtingar á yfirfæranlegu rekstrartapi. Hagnaður þessara aðila án yfirfæranlegs taps var samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra 6.324 millj. kr. og skiptist eftir atvinnugreinum sem hér segir:

Hagnaður án yfirfæranlegs taps
Þús. kr. ÍSAT Atvinnugrein
32.331 01 Landbúnaður
2.142 02 Skógrækt
750.672 05 Fiskveiðar
2.761 14 Nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu
704.369 15 Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður
8.004 17 Textíliðnaður
5.647 18 Fataiðnaður; sútun og litun loðskinna
11.487 20 Trjáiðnaður
9.424 21 Pappírsiðnaður
54.247 22 Útgáfustarfsemi
163.666 24 Efnaiðnaður
7.611 25 Gúmmí- og plastvöruframleiðsla
205.995 26 Gler-, leir- og steinefnaiðnaður
399.165 27 Framleiðsla málma
37.473 28 Málmsmíði og viðgerðir
21.874 29 Vélsmíði og vélaviðgerðir
2.415 31 Framleiðsla og viðgerðir annarra ótalinna rafmagnsvéla og tækja
9.701 33 Framleiðsla og viðhald á lækningatækjum o.fl.
4.372 34 Framleiðsla vélknúinna ökutækja annarra en vélhjóla
15.895 35 Framleiðsla annarra farartækja
39.264 36 Húsgagnaiðnaður, skartgripasmíði, hljóðfærasmíði o. fl.
154 40 Rafmagns-, gas- og hitaveitur
273.669 45 Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð
113.032 50 Sala, viðhald og viðgerðir á bílum o.fl.
229.624 51 Umboðs- og heildverslun með annað en bíla og vélhjól
198.177 52 Smásala á öðru en bílum og vélhjólum
119.565 55 Hótel- og veitingahúsarekstur
18.283 60 Samgöngur á landi
618.784 61 Samgöngur á sjó og vatnaleiðum
4.229 62 Flugsamgöngur
145.049 63 Flutningaþjónusta, starfsemi ferðaskrifstofa o.fl.
198.568 65 Peningastofnanir og fjármálaþjónusta
4.440 67 Starfsemi tengd fjármálaþjónustu
145.635 70 Sala og rekstur fasteigna
9.576 71 Leiga á vélum og tækjum án stjórnanda
66.049 72 Tölvur og tölvuþjónusta
2.505 73 Rannsóknir og þróunarstarf
1.398.662 74 Önnur viðskipti og sérhæfð þjónusta
2.985 80 Fræðslustarfsemi
7.560 85 Heilbrigðis- og félagsþjónusta
25 90 Skolpveitur, sorphreinsun o.fl.
2.591 91 Starfsemi annarra ótalinna félaga og samtaka
191.149 92 Tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi
9.351 93 Önnur persónuleg þjónustustarfsemi
38.468 97 Engin starfsemi
19.722 98 Ótilgreind starfsemi
18.100 xx Vantar ÍSAT númer