Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1050  —  204. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um þriggja fasa rafmagn.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust frá Eyþingi, Rafmagns­veitum ríkisins, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Þjóðhagsstofnun, Samtökum sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra og Bændasamtökum Íslands.
    Í tillögugreininni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd sem geri úttekt á því hve mikið vanti á raflagnir fyrir þriggja fasa rafmagn í landinu. Verði nefndinni falið að meta þörf atvinnulífsins á landbyggðinni fyrir þriggja fasa rafmagn og jafnframt að leggja mat á kostnað við að tryggja öllum landsmönnum aðgang að því.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Sigríður A. Þórðardóttir og Jóhanna Sigurðardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu máls­ins.

Alþingi, 5. mars 1999.



Stefán Guðmundsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Magnús Árni Magnússon.



Hjörleifur Guttormsson.


Pétur H. Blöndal.


Guðjón Guðmundsson.



Katrín Fjeldsted.