Stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 14:43:43 (5054)

2000-03-08 14:43:43# 125. lþ. 75.10 fundur 373. mál: #A stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., Fyrirspyrjandi JÁ
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[14:43]

Fyrirspyrjandi (Jóhann Ársælsson):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Í orðum hæstv. ráðherra kom mjög skýrt fram að ráðherrann hefur mikinn áhuga á því að þessu máli vindi hratt fram. Ég hef enga ástæðu til að halda annað en fullur hugur sé á bak við það hjá öllum þeim aðilum sem eiga hlut að máli. Ég vonast til þess að þetta fari nú að ganga því að ýmsir eru nú orðnir dálítið langeygir eftir því að hlutirnir gangi fyrir sig. Auðvitað vitum við að það er ekkert einfalt að ná samningum við landeigendur um kaup á löndum vegna máls eins og þessa. Ég er hins vegar mjög sammála þeirri stefnu sem þarna er uppi að þetta land verði allt í eigu þjóðgarðsins eða það verði ekki einkaeignir inni á svæðinu. Ef mögulegt er að leysa málið þannig er það langbest og þess vegna tel ég að það þurfi auðvitað að teygja sig dálítið langt í því að ná fram slíkum samningum. Ekki eiga mjög margir aðilar hlut að máli þannig að maður vonast til þess að þessir hlutir fari nú að ganga fyrir sig og þeim ljúki. Eins og áður hefur komið fram eru fjölmargir sem horfa til þess að ákvörðun verði tekin og menn geti farið að tala um og gera þá hluti sem tengjast því að þarna verði þjóðgarður á Snæfellsnesi. Ég endurtek þakkir fyrir svör ráðherrans og er mjög ánægður að heyra hve mikinn áhuga ráðherrann hefur á málinu.